Skarphéðinn stóri bróðir
Skarphéðinn stóri bróðir er voðalega góður við litlu systur sína, er alltaf að knúsa hana og kyssa. En að öðru leyti getur hann reynt aaansi mikið á þolrifin núna.... er töluvert að óþekkast og jafnvel með unglingastæla (!), þessi elska. Hann er nú byrjaður aftur á leikskólanum eftir langt sumarfrí, á nýrri deild með "stóru" krökkunum.
Það var heldur betur tekið vel á móti honum á leikskólanum, vinir hans flykktust að honum; "Viltu leika við mig Skarpi?, viltu líka leika við mig, eigum við að koma leika, komum út að leika Skarpi...." úr öllum áttum. Og Elias vinur hans kom og sagði: "Skarpi, jag tycker om dig!" (Mér þykir vænt um þig)... oh, svo sætt. Fóstrurnar sögðu að hann hefði spurt um Skarphéðin á hverjum degi - lengi.
Mamman fékk kökk í hálsinn yfir þessu öllu... og útaf öllum hamingjuóskunum frá fóstrunum og öðrum mömmum og börnum, vegna Unnar sólargeisla sem var með í vagninum.
En það var sko mikið atriði fyrir Skarphéðinn að koma keyrandi á ståbräda (bretti fyrir stóru systkinin að standa á) sem við keyptum til að festa á vagninn - þannig að Unnur varð að koma með :-). Og það gerði hann þennan fyrsta dag, kom keyrandi á ståbrädan - einsog kóngur með hamingjuóskir og leiktilboð úr öllum áttum.... :-).
Svo stutt síðan hann lá sjálfur í þessum vagni, en var nú orðinn stóri strákurinn á ståbrädan, að byrja á stóru deildinni.
Yndislegt....
Og mamman dreif sig svo heim til að sleppa við að fara að væla á leikskólalóðinni - útaf þessu já - ég veit, halló - en hormónarnir þið vitið. Svo stutt síðan hún var að flýta sér í burtu til að sleppa við að æla á leikskólalóðinni (líka hormónar).
Munar bara einum staf, en tel þetta samt mikla breytingu til hins betra.
3 Comments:
ahahah æla og væla...
og hvað er Skarpó að pæla með þessa stæla?!
djók
en já, það er svo æðislegt að fylgjast með þessum snúllum þroskast og fara í gegnum lífið. Allt sem maður þekkir sjálfur en er samt svo öðruvísi upplifun. Algjör forréttindi.
E
En hvað mér finnst nafnið hennar fallegt og passar henni alveg algjörlega ! Þegar ég las það hérna í commentinu (og skrollaði svo niður og sá fullt nafnið tilkynnt) þá bara "já einmitt!" !
Fer ekki að koma saumó sem er hægt að frumsýna Unni í ? Þarf að gá hvort stokkarnir taki stökk ;)
Já, er ekki lífið yndislegt mín kæra! Enginn er verri þó hann vökni :)
Hjödda
Post a Comment
<< Home