Saturday, August 09, 2008

Unnur Sóldís - 1 mánaða

Já, skvísan er orðin 1 mánaða gömul, og það er búið að nefna hana: Unnur Sóldís á stúlkan að heita. Tilvísun í sól og sjó (Unnur = alda, bára) var ákveðið að passaði þessari dís.

Og hún verður fallegri með degi hverjum (einsog sjá má á myndunum :-)) - ef það er nú hægt!!. Er alltaf jafn róleg og góð, samt svona soldið að vesenast eitthvað á kvöldin, vill láta halda á sér, eða jafnvel ganga um með sig - en við gerum það með glöðu geði.
Hún er nú farin að vera meira vakandi,
horfir meira í kringum sig, heldur höfðinu betur, smá bros/grettu má m.a.s. lokka fram á góðum degi... :-)





4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

nei það er sko ekki hægt að vera sætari!
Algjör rúsína. Og bara eitthvað svo sjúklega fallegt barn!
Fallega nafnið hennar fer henni mjög vel :)
E

2:10 am  
Anonymous Anonymous said...

Ett fint barn med fin namn (som är inte heller så svår för oss utlänningar...:-)

Kul att ni hittade blåbär! Det blev i år inte så mycket några bär överhuvudtaget.
/arja

12:09 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Halldóra og fjölskylda

Innilegar hamingjuóskir með dömuna, hún er algjör dúlla og nafnið hennar er fallegt. Gaman líka að sjá hvað Skarphéðinn er orðinn stór strákur.

Heyrumst og sjáumst vonandi fljótlega!

Anna Rósa

3:31 pm  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með nafnið elsku frænka, frænka þín Íris átti einmitt að heita Unnur Alexandra áður en hún fæddist en þæð passaði einhvern veginn ekki við hana :) Legg hér með blessun mína yfir nafnið! Algjör fegurðardrotting þar að auki :)

Hjödda frænka

9:39 pm  

Post a Comment

<< Home