Saturday, August 30, 2008

Besta líkamsræktartækið

Mamman fer nú út að labba á hverjum degi, til að hreyfa sig aðeins (og losna við meðgönguskvapið). Það er mjög skemmtilegt - með bækur og útvarpsþætti í ipodnum. T.d. alls konar íslenska þætti, einsog Flakk, Krossgötur, Út um græna grundu svo eitthvað sé nefnt.
Svo skemmtilegt að mig langar ekki inn.... :-)

Svo eru ég og hundaeigendur hverfisins komin á "nikk-level", þ.e. farin að kinka kolli til hvors annars á þessum kvöldtúrum okkar. Einn sé ég alltaf með hundinn - og með bók og vasaljós - til að geta lesið á röltinu....! Spennandi bók - eða leiðinlegt að fara út með hundinn? Eða bara multi-tasking...?


3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Fulla ferð :)

Hjödda

11:05 pm  
Blogger Begga said...

Ég er svo mikill auli... meika ekki að vera með einhvað í eyrunum meðan ég er að labba úti. Einhver blanda að hræðsluáróðri og umhverfishljóðskynjunarinnilokunarkennd.
Hvar færðu íslenska þætti annars ?

8:40 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég fæ íslensku þættina bara á www.ruv.is undir hlaðvarp (podcast).

Halldóra.

9:17 pm  

Post a Comment

<< Home