Stór dagur
Stór dagur í gær.
Við tókum hjálpardekkin af hjólinu hans Skarphéðins - og hann bara hjólaði af stað einsog hann hefði aldrei gert annað en að hjóla hjálpardekkjalaust...!
Og Ótrúlega ánægður með sig. Er nú búinn að tala mikið um þetta, og hvað hann sé nú orðinn stór :-). Tók smá tíma að læra að taka af stað, en nú er það alveg komið.
Fór svo á hjólinu í leiksólann og vildi segja Fröken (fóstrunni) frá þessi á leikskólanum, en þorði ekki.... svo pabbi þurfti að gera það. Fröken fannst það mjög merkilegt, og sagði að þau skyldu segja frá þessu á "samlingen", þar sem þau sitja í hring og tala saman. Og að hún myndi hjálpa honum (því hann er svo rosalega feiminn). Svo þegar við fórum heim úr leikskólanum var allt liðið safnað saman á grindverkinu til að horfa á hann hjóla - og klöppuðu svo fyrir honum.... :-)
Oooo, svo sætt....
Svo nú er bara hjólað út um allt.
Annað vídeó af viðburðinum...:
2 Comments:
Duktig Skarpi!
Jaeja, akta er; jag lärde mig också cykla vid fyra års ålder och sedan såg min mamma inte längre mig mer...(inte heller så att man hade brytt om var sina ungar var vid den tiden)
/arja
vááá, ótrúlega flottur!!! og svo fín gata til að læra að hjóla.
Tókum einmitt hjálparadekkin af hjá Veru um daginn og það gekk upp og ofan, gat alveg hjólað smá en lét sig svo detta. Sagði svo eftir nokkrar tilraunir: "nú kann ég þetta, förum að róla!" (alveg eins og þegar við vorum að kenna henni á skíði í vetur hehe...)
E
Post a Comment
<< Home