Tuesday, September 09, 2008

Unnur Sóldís tveggja mánaða

Unnur Sóldís stækkar og stækkar.
Enda er hún dugleg að drekka hjá mömmu sinni :-). Hún er líka orðin miklu "mjúkari" og komin með djúpar krúttfellingar á lærunum. Hún er enn voða róleg og góð þessi elska, og alltaf jafn yndisleg.... Sefur vel á nóttunni, rétt vaknar til að drekka, oftast undir morgunn. Hún vill helst sofa uppí hjá mömmu og pabba, finnst gott að kúra þar og sofnar yfirleitt strax í hlýjunni hjá okkur. Það verður bara soldið þröngt þegar Skarphéðinn skríður uppí líka (sem hann gerir á hverri nóttu....!). Svo er hún farin að sofa útí vagni á daginn, sefur mjög vel þar.

Okkur finnst hún orðin voða "stór" og mikil manneskja. Horfir mikið í kringum sig og fylgist með. Er voða kát þegar hún vaknar á morgnana, brosir, hlær og hjalar...
Hún er mest vakandi á kvöldin, vill þá láta halda á sér, og fá sjúss reglulega hjá mömmu (oftar en á daginn), og vill fá sér hænublund í heitu fanginu á mömmu og pabba af og til....
Ljúft líf.



5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ooo... er hægt að vera eitthvað sætari???
ég bara sé alla leið hingað hvað hún er mjúk og ljúf og hlý...
:)
E

12:10 pm  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju....hún er æðisleg! Hjartans kveðjur héðan

12:30 am  
Anonymous Anonymous said...

Eruð þið gamla settið ekki með hálsríg eftir fjölmennið í rúminu ?????

Hjödda

9:00 am  
Blogger Halldóra said...

Ha ha ha...
Einmitt í gær var ég að dreeeepast í hálsríg þegar ég vaknaði.....!! Gat eiginlega alls ekki litið til hægri = var mjög vinstrisinnuð þann daginn :-).

HS

9:34 am  
Anonymous Anonymous said...

Nattvandringar er málið. Bara hafa nóg af rúmum út um allt. Hún Unnur Sóldís er bara ager sólargeisli. Þvílík rúsínubolla.
Lóa

10:06 am  

Post a Comment

<< Home