Monday, September 29, 2008

Sæta snúllan !

Mamman og Unnur Sóldís skruppu til Lóu um helgina - í crash-kúrs í ljósmyndun, hjá honum Róbert, manni saumaklúbbs-Höllu, en hann er mikill áhugamaður um ljósmyndun. Það var mjög skemmtilegt, og við lærðum mikið (vonandi fer maður að komast framhjá "auto" takkanum á myndavélinni bráðlega!). Lóa var nýbúin að kaupa stúdíókastara til að nota til að taka myndir af barnafötunum sem hún selur á Ecoloco.
Sætu snúllunni var skellt á teppi þegar hún vaknaði og notuð til æfinga.



2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hvaðan kemur þetta barn eiginlega - hún er svo sæt!!
E

12:29 am  
Blogger loaxel said...

Vogue Baby næsta! Hún er þvílík fyrirsæta þetta barn.
Takk fyrir frábæran ljósmyndadag. Mér finnst við bara hafa staðið okkur rosalega vel!
Tökum svo fleiri svona fallegar myndir af prinsessunni í Ecoloco-fötum í öllum litum þegar ég er komin heim.

knús
Lóa

7:52 am  

Post a Comment

<< Home