Monday, January 28, 2008

Hrefna litar hárið enn á ný...

Sjá fyrir og eftir hér - á hinu svenska Hrefnubloggi.

Sunday, January 27, 2008

Menningarlega fjölskyldan.

Við fórum á Etnografiska safnið í dag. Það er eins konar mannfræðisafn sem sýnir mismunandi menningarheima og lífsskilyrði á þessari plánetu okkar. Mjög gaman að sjá fannst okkur - nema Skarphéðni. Sem vildi frekar hlaupa um gangana og sitja á kaffihúsinu og háma í sig kökur...

Kaffihúsið þar - eða "Etnobarinn" Babajan var reyndar mjög skemmtilegt, með 17 mismunandi tesortum, og bjór frá svipað mörgum löndum.... og hitt og þetta frá hinum ýmsu heimshornum, en boy o boy, aldrei hef ég lent í jafn slow þjónustu.....!!!



Skarphéðinn heimtaði að fara með hjálminn... í bílnum sko...




Saturday, January 26, 2008

Skarphéðinn hjálpar mömmu að hekla.... :-)

Já, mamman verður fyrir ýmsum áhrifum af surfi sínu á netinu, hér hefur hún smitast af Ripple æðinu - aðallega af þessu bloggi, með grilljón svona ripple teppum. Uppskriftin er einföld, ca. einsog þessi hjá Susan B "vinkonu" minni. Skarphéðinn er alveg búinn að ná þessu, og grípur í heklið af og til einsog sjá má.

Og hjá mér er það íslenska ullin sem blívur - ekki í sauðalitunum - greinilega, heldur.....í einhverri rosalega psychadelic blöndu. Nú eða í peace, love and happiness litrófinu.
Meee.

PS. Þeir sem hafa skoðanir á styttingu á toppi Skarphéðins, mega:

a) ganga í afturhaldsklúbb með Frey pabba hans þar sem fyrsta regla er um lögbundna sídd topps, sem skal vera +/- 4 millimetrar á ákveðnu svæði á enni við augabrún (OG EKKI 7 millimetra f. ofan augabrún).

b) samgleðjast Skarphéðni yfir því að hafa ekki lengur lubbann í augunum, og að einhver nákominn honum hafi hugrekki til að munda skærin.


Sunday, January 20, 2008

Sjóminjasafnið

Við gerðumst svo menningarleg að fara á safn í dag. Á Sjóminjasafnið (Sjöhistoriska museet). Af því við vorum búin að heyra að það væri sniðugt fyrir börn. Og þar voru sko skip af öllum stærðum og gerðum og aldri og öllu mögulegu.... Alls konar fornminjar, og módel o.fl.

Svo var líka spes sýning um ævintýri Tinna til sjós. Það fannst nú Skarphéðni ekki leiðinlegt. Enn skemmtilegra var þó leiksvæðið, þar sem var búið að endurskapa umhverfið úr "Vi på Saltkråkan", eða sjónvarpsþáttunum sem voru gerðir eftir þeirri sögu Astrid Lindgren. Þar mátti príla í bátunum og vitanum og fara í búðarleik í búðunum..... :-)

Safnið er semsagt mjög skemmtilegt bæði fyrir fullorðna og börn - mælum með því !!!






























































Friday, January 18, 2008

Möguleg nýjársheit

Svona af því að nýtt ár er gengið í garð sona flaug það í gegnum hugann á mömmunni hvort hún ætti kannski að nota tækifærið og strengja einhver nýjársheit í von um bót og betrun á hinum ýmsustu sviðum, nú eða bara skemmtilegra líf....

Byrjaði á einföldum lista:

· Senda jólakortin í tæka tíð á næsta ári (hér var ég enn undir áhrifum jólanna, greinilega).

· Hafa meira gaman....

· Liggja meira í sól og sumri og slappa af

· Flytja til Íslands (djók) – allavega byrja að spá í að fara spá í flutning einhvern tíman. Kannski :-).

Svo bað ég Frey að breinstorma smá með mér í listanum, og þá breyttist hann meirog minna í óskalista Freys um tiltekt á heimilinu....!??!
Fyrst reyndar eitthvað smá annað:

Hætta að hafa áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum

Hætta að borða/kaupa nammi eða láta gesti koma með nammi frá Íslandi (NOT)....

· De-clutter heima – fara i gegn um prjónadót, silfurdót, og annað hobbídót og hreinsa til

· Finna pláss fyrir allt sem er a gólfinu i herberginu okkar Freys – henda, setja upp hyllur eða eitthvað!

· Sama med hobbídótið í þvottahúsinu!

(Gleymdu þessu Freyr minn).


Svo rakst ég á þennan lista á einhverju bloggsurfinu, og fannst hann bara nokkuð góður fyrir mig:

Possible new years resolutions.

  1. Lose a few/lots of pounds in weight ? - Nope, I don't think so, because I like eating certain things too much.
  2. De-tox, therefore give up wine and chocolate for a month or two ? - HA - like that's ever going to happen.
  3. Stop swearing/cursing so much ? - Swearing is a stress buster for me, also my partner never swears so I like to think I'm swearing for two.
  4. Try not to get crabby with my dearest children ? - Probably not possible, but I'll try. (Definitely not possible if I adhered to the first three resolutions. Therefore I am doing my children a favour by eating flapjacks, supping wine and cussing a lot)
  5. Hoover, dust and keep the house tidier ? - Why, what's the point ? It only lasts for a nano second, and I really don't want my gravestone to read.. 'Not much to say about her, but she did keep a tidy house'.
  6. Exercise more ? - But everything I like to do involves sitting down, knitting, reading, blog surfing , laughing ......... the list is endless.
  7. Make time to make more stuff ?. Ah, that's more like it. I choose this one.

Wednesday, January 16, 2008

Pastasalat

Nammigott pastasalat á 15 mín í matinn hérna megin.
Uppskriftin er ekki flókin, en er hér.

Saturday, January 12, 2008

Me want !


Mamman var í saumaklúbbi í gær hjá henni Lóu í Frösunda (til aðgreiningar frá Lóu í Täby). Þar stóð á borðinu þetta fína útvarp, sem í glumdi íslenska gufan - eða réttara sagt Bylgjan.

Semsagt útvarp sem hægt er að hlusta á netútvarpssendingar - án þess að fara í gegnum tölvu; Argon inet radio.

Einn af þeim hlutum sem ég vissi ekki um að mig bráðvantaði....!
:-)

Friday, January 11, 2008

Hrefna bloggar


Hrefna stórasystir er byrjuð að blogga.
På svenska.

Gleðilegt árið !

Halló og góðan daginn og gleðilegt árið og long time no see....!
En Skarphéðinn og við hin erum bara búin að vera svo upptekin við að slappa af um jólin og jú fara til Íslands um áramótin að það hefur bara ekkert verið bloggað í háa herrans.

Við familían - án Hrefnu að vísu - vorum ss. bá Íslandi í nokkra daga um áramótin. Það var mjög fínt, gaman að hitta eitthvað af ættingjum og vinum og fara í sund og á kaffihús og í matarboð með því sem tilheyrir. Mikil tilbreyting! Skarphéðni fannst það mikið fjör líka, er farinn að rukka um næstu Íslandsferð !!! (já, talaðu við pabba þinn, segir mamman þá).

Sunday, January 06, 2008

Hrefna 19 ára !

Það var að sjálfsögðu haldið uppá afmæli einkadótturinnar með hefðbundnum hætti í dag; Hún vakin með afmælissöng og morgunkaffi.
:-)