Tuesday, February 28, 2006

Skarphéðinn veikur....


Hér er Skarphéðinn litli lasinn.... Illt í hálsinum og voða slappur. Vill bara kúra hjá pabba og slappa af. Sem er mjöööög óvenjulegt!
Vill annars alltaf vera á fullu að gera eitthvað. Elskar að fá verkefni og hjálpa til á heimilinu (Hér er kannski að rætast draumur pabba hans um heimilishjálp!?), eins og t.d. að setja föt í óhreina tauið, fara með skóna fram.... taka úr þvottavélinni (reyndar allt beint á gólfið í einn haug), taka úr þurrkskápnum (reyndar allt beint á gólfið í einn haug), og að raða hnífapörunum úr uppþvottavélinni í hnífaparaskúffuna (reyndar allt í einn haug). Þar ruglast hann reyndar stundum og byrjar óvart að setja hnífapörin aftur í körfuna úr uppþvottavélinni.... :-)

Sunday, February 19, 2006


Eg hjalpa pabba ad elda matinn (allavega ad blasa a hann svo hann kolni....). Posted by Picasa


Allir ut ad renna ser a sleda: Hrefna, Skarphedinn og Per. Posted by Picasa


Allt a kafi i snjo og eg elska ad vera uti ad leika!! Posted by Picasa

Monday, February 13, 2006

Dambesök



Skarphéðinn fékk heimsókn um helgina. Það var Hilda frá leikskólanum (og næstu götu - og úr mömmuhópnum) sem gisti hjá okkur eina nótt á meðan mamma hennar og pabbi voru á spítalanum að eignast annað barn - litlu systur Hildu. Skarphéðinn var mjög ánægður með þessa heimsókn, og gerði mikið/ hvað sem var til að fá óskipta athygli hennar (syngja og góla og rífa dót af o.s.frv. ....)


Ekki taka dotid af mer !!! Posted by Picasa


Timi fyrir is. Posted by Picasa


Hi hi ! gaman gaman ! Posted by Picasa


Allir verda ad skiptast a.... Posted by Picasa


Stubbastund. Posted by Picasa

Thursday, February 09, 2006

Hápunktur dagsins (vikunnar!!)hér í úthverfinu - Ruslabíllinn.


Mamma mamma, komdu strax !! það er eitthvað Rosalega spennandi í gangi hérna. Ég er alveg að fara yfirum af spenningi !!! Fljót fljót, sjáðu sjáðu !!!


Ruslabillinn!! Yay !!!! Va !!! Aedislegur !!!! Posted by Picasa


Eg vil lika fara ut - eg vil lika fara ut !!! Posted by Picasa


Va ekkert smmmmaaa stor bill og ekkert sma spennandi !!! Posted by Picasa

Saturday, February 04, 2006

Bláa peysan.


Best að fá sér vínber!
Í bláu peysunni minni, sem er í stíl við fallegu augun mín.... Sem hún mamma prjónaði á mig (peysuna sko). Og pínir mig til að vera í.
Og ég hlýði......

Hún sagði að þetta fagurbláa garn handlitað (af Färgkraft) hefði hreinlega "kallað á sig" í garnbúðinni sem hún þefaði upp í Gautaborg þegar við vorum þar á ferð. Fyrst átti þetta garn að verða sjal úr hinni merku bók Þríhyrnur og langsjöl, og fór með okkur og prjónunum og mömmu til Parísar í þeim tilgangi ( í afmælisferðinni hans pabba). En þegar í ljós kom að það átti að fitja upp grilljón lykkjur fyrir það, og að hver umferð tók eeeeiiiilífð, þá....já... var ekki um það að ræða, því að þó að þetta hafi verið mjög spennandi verkefni og þó að mamma sé stundum þolinmóð að þá er hún allavega ekki svona roooosalega þolinmóð - for crying out loud. Og svona margar lykkjur og flókið munstur og rauðvín eiga bara alveg hrikalega illa saman og fer bara í skapið á manni - segir mamma. Enda kom í ljós að þegar hún fór að skoða garnið, þá bað það um að það yrði prjónað eitthvað plein úr því sem lætur hinn handlitaða karakter njóta sín.... Helst eitthvað hálf gamaldags - eitthvað svona einsog Emil í Kattholti gæti hafa átt. Og þá bara spratt þessi einfalda peysa fram af prjónunum.
:-)


Mmm, vínber....


Thad er kominn februar. Reyndar ekki thad sem Skarphedinn er ad segja her - heldur "Pabba.... Mamma.... Pabba.... Mamma..." og bendir a folkid a dagatalinu. Posted by Picasa


Hoppi hoppi i sofanum !!! Í stíl við málverkin hennar Hjördísar Brynju ... :-)
Hér er heimasíðan hennar, með fullt af flottum myndum.

Wednesday, February 01, 2006

Frí á miðvikudögum


Mamma og ég vorum í fríi dag, og vorum lengi úti að leika. En við erum í fríi 1 dag í viku, oftast á miðvikudögum. Aðra daga er ég á leikskólanum til kl. 15:30. Þar finnst mér mjög gaman að vera, og reyni meirað segja að laumast þangað þegar við erum úti að labba og ég er í fríi....


Vííííí..... Svaka gaman að róla og ég skellihlæ allan tímann :-)


Róla meira mamma meira!!! Posted by Picasa