Saturday, February 04, 2006

Bláa peysan.


Best að fá sér vínber!
Í bláu peysunni minni, sem er í stíl við fallegu augun mín.... Sem hún mamma prjónaði á mig (peysuna sko). Og pínir mig til að vera í.
Og ég hlýði......

Hún sagði að þetta fagurbláa garn handlitað (af Färgkraft) hefði hreinlega "kallað á sig" í garnbúðinni sem hún þefaði upp í Gautaborg þegar við vorum þar á ferð. Fyrst átti þetta garn að verða sjal úr hinni merku bók Þríhyrnur og langsjöl, og fór með okkur og prjónunum og mömmu til Parísar í þeim tilgangi ( í afmælisferðinni hans pabba). En þegar í ljós kom að það átti að fitja upp grilljón lykkjur fyrir það, og að hver umferð tók eeeeiiiilífð, þá....já... var ekki um það að ræða, því að þó að þetta hafi verið mjög spennandi verkefni og þó að mamma sé stundum þolinmóð að þá er hún allavega ekki svona roooosalega þolinmóð - for crying out loud. Og svona margar lykkjur og flókið munstur og rauðvín eiga bara alveg hrikalega illa saman og fer bara í skapið á manni - segir mamma. Enda kom í ljós að þegar hún fór að skoða garnið, þá bað það um að það yrði prjónað eitthvað plein úr því sem lætur hinn handlitaða karakter njóta sín.... Helst eitthvað hálf gamaldags - eitthvað svona einsog Emil í Kattholti gæti hafa átt. Og þá bara spratt þessi einfalda peysa fram af prjónunum.
:-)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er æðisleg peysa! Það er ekki laust við að ég fái smá kítl í puttana mína. En ég sé samt ekki fram á að prjóna neitt næstum því strax...
E

10:55 am  

Post a Comment

<< Home