Saturday, August 30, 2008

Besta líkamsræktartækið

Mamman fer nú út að labba á hverjum degi, til að hreyfa sig aðeins (og losna við meðgönguskvapið). Það er mjög skemmtilegt - með bækur og útvarpsþætti í ipodnum. T.d. alls konar íslenska þætti, einsog Flakk, Krossgötur, Út um græna grundu svo eitthvað sé nefnt.
Svo skemmtilegt að mig langar ekki inn.... :-)

Svo eru ég og hundaeigendur hverfisins komin á "nikk-level", þ.e. farin að kinka kolli til hvors annars á þessum kvöldtúrum okkar. Einn sé ég alltaf með hundinn - og með bók og vasaljós - til að geta lesið á röltinu....! Spennandi bók - eða leiðinlegt að fara út með hundinn? Eða bara multi-tasking...?


Wednesday, August 27, 2008

Barbafínar

Ég fór með mömmu í vinnuna í síðustu viku til að sýna mig. Öllum fannst ég náttúrulega rosalega sæt... :-) Ég fékk þessa krúttlegu og mjúku barbafín frá vinnufélögunum.


PS, já ég er einsog gömlu kallarnir, með brækurnar uppá brjóst... :-)




Tuesday, August 26, 2008

Ordning och reda

Þeir sem þekkja mig (HS) vita að ég er mjög mikið fyrir að hafa röð og reglu á hlutunum.... (muhahaha). Eða þannig.

En nú er allavega komin regla á smádótið í herberginu hans Skarphéðins, sem við S. erum mjög ánægð með. Nú hafa bílarnir fengið eigin kassa fyrir sig, sömuleiðis pleimódótið, og öll dýrin og karlarnir - sem er einsog vaxi þarna inní herberginu.

Kassana keyptum við í Röð-og-reglu himnaríkinu Granít. Tókum svo myndir og límdum á kassana - til að ekki fari á milli mála hvað á að vera hvar. Og kyrjum svo saman einkunnarorð Húsmæðraskólans í Reykjavík: Staður fyrir hvern hlut, hver hlutur á sínum stað.
(Freyr elskar okkur fyrir þetta!)

Bros

Þessi litla rúsínubolla er svo sæt þegar hún brosir...!!!
Mamman bráðnar alveg þegar hún fær svona falleg bros - það er ótrúlega mögnuð tilfinning. Svona brosir hún alltaf á hverjum morgni þegar hún vaknar. Svo er hún farin að hjala svo yndislega líka... oh, þessi dúlla!!!! Er svo yndisleg.

Það er soldið fyndið hvað maður var alltaf með myndavélina á lofti og myndaði hverja grettu bæði hjá Hrefnu og Skarphéðni - ég tala nú ekki um hjá Skarphéðni, á tímum stafrænna myndavéla. Held ég eigi nánast mynd af akkúrat fyrsta brosinu hjá Skarphéðni :-). En núna er öldin önnur...:-)(third child syndrome!). Vissulega er myndavélin mikið á lofti, en ekki eins mikið. Og þegar daman brosir - þá brosir maður bara á móti. Og nýtur.

Hún var annars í vigtun í dag, og þyngist vel. Er orðin 4250g og 53 cm. Sjö vikna á morgun.






Monday, August 25, 2008

Prjón

Nei, ég er ekki hætt að prjóna...
Hér er sjalið birch. Glóðheitt af prjónunum.



Sunday, August 17, 2008

Skarphéðinn stóri bróðir






Skarphéðinn stóri bróðir er voðalega góður við litlu systur sína, er alltaf að knúsa hana og kyssa. En að öðru leyti getur hann reynt aaansi mikið á þolrifin núna.... er töluvert að óþekkast og jafnvel með unglingastæla (!), þessi elska. Hann er nú byrjaður aftur á leikskólanum eftir langt sumarfrí, á nýrri deild með "stóru" krökkunum.

Það var heldur betur tekið vel á móti honum á leikskólanum, vinir hans flykktust að honum; "Viltu leika við mig Skarpi?, viltu líka leika við mig, eigum við að koma leika, komum út að leika Skarpi...." úr öllum áttum. Og Elias vinur hans kom og sagði: "Skarpi, jag tycker om dig!" (Mér þykir vænt um þig)... oh, svo sætt. Fóstrurnar sögðu að hann hefði spurt um Skarphéðin á hverjum degi - lengi.
Mamman fékk kökk í hálsinn yfir þessu öllu... og útaf öllum hamingjuóskunum frá fóstrunum og öðrum mömmum og börnum, vegna Unnar sólargeisla sem var með í vagninum.

En það var sko mikið atriði fyrir Skarphéðinn að koma keyrandi á ståbräda (bretti fyrir stóru systkinin að standa á) sem við keyptum til að festa á vagninn - þannig að Unnur varð að koma með :-). Og það gerði hann þennan fyrsta dag, kom keyrandi á ståbrädan - einsog kóngur með hamingjuóskir og leiktilboð úr öllum áttum.... :-).

Svo stutt síðan hann lá sjálfur í þessum vagni, en var nú orðinn stóri strákurinn á ståbrädan, að byrja á stóru deildinni.
Yndislegt....

Og mamman dreif sig svo heim til að sleppa við að fara að væla á leikskólalóðinni - útaf þessu já - ég veit, halló - en hormónarnir þið vitið. Svo stutt síðan hún var að flýta sér í burtu til að sleppa við að æla á leikskólalóðinni (líka hormónar).

Munar bara einum staf, en tel þetta samt mikla breytingu til hins betra.

Ég er farin að þurfa að hafa spennu í hárinu....



Friday, August 15, 2008

Afi





Tuesday, August 12, 2008

Bláberjasaga











Saturday, August 09, 2008

Unnur Sóldís - 1 mánaða

Já, skvísan er orðin 1 mánaða gömul, og það er búið að nefna hana: Unnur Sóldís á stúlkan að heita. Tilvísun í sól og sjó (Unnur = alda, bára) var ákveðið að passaði þessari dís.

Og hún verður fallegri með degi hverjum (einsog sjá má á myndunum :-)) - ef það er nú hægt!!. Er alltaf jafn róleg og góð, samt svona soldið að vesenast eitthvað á kvöldin, vill láta halda á sér, eða jafnvel ganga um með sig - en við gerum það með glöðu geði.
Hún er nú farin að vera meira vakandi,
horfir meira í kringum sig, heldur höfðinu betur, smá bros/grettu má m.a.s. lokka fram á góðum degi... :-)





Friday, August 08, 2008

Afi Börkur er kominn

Sunday, August 03, 2008

Í kjól