Friday, December 25, 2009

Nokkrar jólamyndir







Thursday, December 24, 2009

Á aðfangadag....

Fyrsti myndbúturinn: Rétt eftir matinn, rétt áður en pakkarnir voru opnaðir, spennan í hámarki...Freysi í sparifötunum (not!) að ganga frá inní eldhúsi, Hrefna að fá sér "ferskt" loft, allir að búa sig undir að vinda sér í lætin....

Næsta myndbrot: aðeins síðar.... og þriðja enn síðar...
:-)





Tuesday, December 22, 2009

Allt á kafi í snjó!

Já hér er sko jólalegt, allt á kafi í snjó - mjög flott.
Þessi mynd er í boði Skarphéðins - hann gekk hér um og smellti af öllu og engu..... :-)
.

Jólajóla...

Við fórum á jólaball Íslendingafélagsins hér í Stokkó. Dönsuðum í kringum jólatréð og allir fengu pakka - Unnur Sóldís var skíthrædd við sveinka !!!

:-)

.



Saturday, December 19, 2009

Unnur og Brynja

Halla Dóra, Bjarni og Brynja komu í heimsókn um daginn. Brynja er bara nokkrum mánuðum eldri en Unnur Sóldís. Hér er mynd af þeim píum sem Halla Dóra tók. Unnur með myndavélabrosið.... :-)



Tuesday, December 15, 2009

Sæææt....!


Alltaf stuð

(Þessar fara ekki á jólakortið).

Prjónaperluævintýrið...

Já, ég (Halldóra) fór til Íslands í lok nóvember í tilefni útgáfugleði Prjónaperla. Það var ÆÐI......!! Mjöööög ánægjuleg uppskera eftir langa og stranga vinnutörn í bókinni. Útgáfugleðin var haldin í Iðu í Lækjargötu - og það mættu á annað hundrað manns !!! Ég og Erla ætluðum bara að sitja og prjóna og spjalla og hafa það kósí með gestunum - en ónei... maður var einsog reitt hæna að heilsa öllum og árita bækur hægri og vinstri og spjalla við gamla og nýja vini og prjónara. Við Erla vorum alveg steinhissa - en mjög ánægðar, okkur leið einsog svaka kvikmyndastjörnum... :-) Og allir voru svo ánægðir og jákvæðir með bókina sem var svo gaman að heyra.
Meiriháttar.

Svo vorum við á fullu að keyra bókina í búðir og senda útá land, svo nú fæst hún í verslunum víða um land. Við (aðallega Erla og fjölskylda samt!) erum búnar að dreifa rúmlega 2000 eintökum, þannig að salan gengur mjög vel. Þetta er nu meira prjónaævintýrið, svakalega gaman....

:-)