Saturday, July 31, 2004

Sól sól skín á mig....


Já ég er ennþá með smávegis ungbarnagulu ! Og mamma og pabbi vilja drífa í að fara að losna við þennan litarhátt, þess vegna reyna þau að hafa mig soldið mikið í dagsbirtunni, sem á að hjálpa. Vorum soldið úti á palli í dag til dæmis - en ekki samt í sólinni.

Annars erum við ekki búin að gera svo mikið í dag - annað en að vera í brjóstagjöfunum útí eitt! Sumir dagar eru svoleiðis. Pabbi fór reyndar í smá hjólatúr, og kom móður og másandi til baka....
Posted by Hello

Afmælisdagurinn hans Skarphéðins pabba/ afa


Í dag er afmælisdagurinn hans pabba (Halldóru). Sem dó í apríl sl. og á því aldrei eftir að sjá Skarphéðinn litla nafna sinn - þannig, en ég er viss um að hann fylgist nú samt með honum. Brosir í kampinn yfir því að hann hefur fengið skásetta augnsvipinn hans....

Skrítið hvernig eitthvað getur verið svona ENDANLEGT. Fyrir akkúrat ári síðan vorum við á Íslandi, og ég keypti kertaskreytingu handa pabba í afmælisgjöf, í kertagerðinni í Sandgerði, af því ég var að vinna þar smávegis í Fræðasetrinu Sandgerði. Ekki datt mér í hug þá að rúmu hálfu ári seinna myndi þessi skreyting standa uppstillt í erfidrykkjunni eftir jarðarförina hans .....

Hún Hjördís frænka mín var svo elskuleg að kaupa fyrir mig blóm og fara með til mömmu í dag, ég vissi að það myndi ylja henni um hjartaræturnar. Mamma var einmitt búin að vera að tala um að ef hún kæmist útí búð myndi hún kaupa blóm í tilefni dagsins, en hún er nú ekki beint mikið á ferðinni, og á ekki svo auðvelt með að skreppa í búð.

Posted by Hello

Thursday, July 29, 2004


Ég fæddist með keisaraskurði þann 8. júlí á Danderyds sjúkrahúsinu. Allt gekk vel - nema hvað það var óvart skorið í hausinn á mér þegar það var verið að ná mér út !!! Hér er ein fyrsta myndin af mér - hjá tárvotum pabba, með Hrefnu stórusystur....

Ég á að heita Skarphéðinn, í höfuðið á honum afa mínum sem dó í apríl. Gamalt og gott kjarnyrt íslenskt nafn - fyrir stórmenni eins og okkur afa :-) . Enda erum við líkir, með sama augnsvipinn - kippir í Dýrafjarðarkynið.
Svo fæ ég annað nafn líka - það kemur í ljós seinna hvað það verður.

Hér eru fleiri myndir af mér frá spítalanum.

Posted by Hello

Wednesday, July 28, 2004

Ein mynd segir meira en...


Já nú erum við Skarpi sko komin á bloggið :-) . Ætlum að prófa það allavega.....Til að leyfa vinum og vandamönnum heima á Íslandi að fylgjast betur með okkur. Nei, það er ekki nóg að hafa heimasíðuna - við verðum að "hänga med" og blogga líka ......... :-)

Meiningin er að setja reglulega inn myndir hérna, það er miklu fljótlegra að birta myndir (og texta) hér en að gera heimasíður. Sjáum til hvað við verðum dugleg í þessu. Annars get ég sagt ykkur það að við mamma höfum sko nóg að gera í brjóstagjöf og bleyjum og því öllu - ég sé til þess að þau mamma og pabbi sitji ekki auðum höndum, þið skiljið.

Bæ í bili,
Skarpi snúlla. Posted by Hello