Ein mynd segir meira en...
Já nú erum við Skarpi sko komin á bloggið :-) . Ætlum að prófa það allavega.....Til að leyfa vinum og vandamönnum heima á Íslandi að fylgjast betur með okkur. Nei, það er ekki nóg að hafa heimasíðuna - við verðum að "hänga med" og blogga líka ......... :-)
Meiningin er að setja reglulega inn myndir hérna, það er miklu fljótlegra að birta myndir (og texta) hér en að gera heimasíður. Sjáum til hvað við verðum dugleg í þessu. Annars get ég sagt ykkur það að við mamma höfum sko nóg að gera í brjóstagjöf og bleyjum og því öllu - ég sé til þess að þau mamma og pabbi sitji ekki auðum höndum, þið skiljið.
Bæ í bili,
Skarpi snúlla.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home