Sól sól skín á mig....
Já ég er ennþá með smávegis ungbarnagulu ! Og mamma og pabbi vilja drífa í að fara að losna við þennan litarhátt, þess vegna reyna þau að hafa mig soldið mikið í dagsbirtunni, sem á að hjálpa. Vorum soldið úti á palli í dag til dæmis - en ekki samt í sólinni.
Annars erum við ekki búin að gera svo mikið í dag - annað en að vera í brjóstagjöfunum útí eitt! Sumir dagar eru svoleiðis. Pabbi fór reyndar í smá hjólatúr, og kom móður og másandi til baka....
1 Comments:
Til hamingju með þessa bloggsíðu! Gaman að geta fylgst með ykkur reglulega. Og endilega verið dugleg að setja inn myndir því hann litli frændi Skarphéðinn er svo sætur.... :)
Post a Comment
<< Home