Ég fæddist með keisaraskurði þann 8. júlí á Danderyds sjúkrahúsinu. Allt gekk vel - nema hvað það var óvart skorið í hausinn á mér þegar það var verið að ná mér út !!! Hér er ein fyrsta myndin af mér - hjá tárvotum pabba, með Hrefnu stórusystur....
Ég á að heita Skarphéðinn, í höfuðið á honum afa mínum sem dó í apríl. Gamalt og gott kjarnyrt íslenskt nafn - fyrir stórmenni eins og okkur afa :-) . Enda erum við líkir, með sama augnsvipinn - kippir í Dýrafjarðarkynið.
Svo fæ ég annað nafn líka - það kemur í ljós seinna hvað það verður.
Hér eru fleiri myndir af mér frá spítalanum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home