Thursday, April 30, 2009

Ég er vinsælust

Thursday, April 23, 2009

Sumardagurinn fyrsti á Íslandi í dag

Við hérna megin óskum ykkur öllum heima gleðilegs sumars. Megi það verða gleðilegra en veturinn....

Unnur Sóldís við uppáhaldsiðju sína...


... að taka af sér sokkana

Tuesday, April 21, 2009

Vélritun

Nú ef þið hafið ekkert betra að gera en að tékka hversu hratt þið vélritið... þá er slóðin hér :-) :
42 words

Speedtest

Thursday, April 16, 2009

Vor - við elskum þig.

Veðrið um páskahelgina var yndislegt hér hjá okkur í Svíþjóð. Það varð svo heitt á pallinum á bakvið hjá okkur í sólinni að Unnur Sóldís var úti að viðra sig á samfellunni.

Og vorið hljóp í rassinn á þeim Skarphéðni og Söru á trampolíninu úti á Värmdö.... :-)

Neðst má sjá heppnustu kanínu í heimi, Viktor sem á sumarkanínuhús á Värmdö, þar sem hann eyðir helgum og sumarfríi :-) (Hann er líka mjög klár að leika sér með bolta).








Wednesday, April 15, 2009

Konst 2

Ekki varð þetta síðra; innfléttað (og reyndar dáið!) tré, einnig hluti af mastersverkefni Helgu Sifjar. Mjög flott !!!
Óóótrúlega mikil - en skemmtileg vinna að flétta það inn.... Og spes. Hversu oft fær maður tækifæri til að taka þátt í að gera tré að ódauðlegu listaverki...? Verkið var svo ljósmyndað í bak og fyrir og verður svo sýnt og kynnt í mastersvörn Helgu Sifjar í Konstfack.





Wednesday, April 08, 2009

Konst

Við Unnur Sóldís tókum þátt í mjög skemmtilegu verkefni í síðustu viku. Vorum aðstoðarkonur Helgu Sifjar sem er í listaháskólanum hér og er að vinna að mastersverkefninu sínu. Eitt af verkunum hennar var að "klæða" þetta fallega tré í Hellasgården í Nacka, suður Stokkhólmi. Útkoman var ótrúlega flott, tréð öðlaðist þarna alveg nýtt líf í kóngabláa kjólnum sínum ;-).

Verkið var svo myndað í bak og fyrir af ljósmyndara áður en það var svo tekið niður að kveldi dags. Veðrið var yndislegt, einn af fyrstu vordögunum hér í Stokkhólmi, yndislegur dagur.

Freysi græjukall var mest ánægður með að sjá myndirnar af multi-funktion stiganum sínum (sem er búinn að rykfalla í geymslunni í 4 ár): "Ég sagði að það væri góð hugmynd að kaupa þennan stiga!"












Monday, April 06, 2009

Páskaföndur

Skarphéðinn plataði mömmuna til að kaupa svona málningu til að mála á egg í búðinni í gær.... :-)


Friday, April 03, 2009

Ég á sólgleraugu

:-)


Wednesday, April 01, 2009

Skríði skríð....

Daman er farin að skríða - eða réttara sagt ála sig áfram.... :-) Skellir þvölum lófunum á gólfið og dregur sig þannig áfram. Ekkert er óhult lengur, aftur kominn tími á að "fela" klósettburstann uppá baðherbergisskáp!

Fyrsta köngulnartið

Jæja þetta er allt að koma. Í sambandi við vorið alltsvo. Unnur Sóldís búin að narta í fyrsta köngulinn, og fyrstu greinina. Mikið vormerki.