Wednesday, April 08, 2009

Konst

Við Unnur Sóldís tókum þátt í mjög skemmtilegu verkefni í síðustu viku. Vorum aðstoðarkonur Helgu Sifjar sem er í listaháskólanum hér og er að vinna að mastersverkefninu sínu. Eitt af verkunum hennar var að "klæða" þetta fallega tré í Hellasgården í Nacka, suður Stokkhólmi. Útkoman var ótrúlega flott, tréð öðlaðist þarna alveg nýtt líf í kóngabláa kjólnum sínum ;-).

Verkið var svo myndað í bak og fyrir af ljósmyndara áður en það var svo tekið niður að kveldi dags. Veðrið var yndislegt, einn af fyrstu vordögunum hér í Stokkhólmi, yndislegur dagur.

Freysi græjukall var mest ánægður með að sjá myndirnar af multi-funktion stiganum sínum (sem er búinn að rykfalla í geymslunni í 4 ár): "Ég sagði að það væri góð hugmynd að kaupa þennan stiga!"












4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

vá flott! Gaman að taka þátt í svona listviðburði :)
og sæta snúllan alveg í stíl í bláa flísgallanum sínum - alveg róleg á kantinum hehe

Stiginn fær alveg 10 stig Freysi hehe!
E

11:06 am  
Anonymous Anonymous said...

Ja, stiginn er algert möst a hverju heimili! Haegt ad lata hann vera "venjulegan" og i A eda öfugt U eda .. og sidan .. ALVEG FRABAERT :-) ... og nu er hann buinn ad vera i lani i 3 daga og eg sakna hans sooooo mikid!

11:59 am  
Blogger Allegri all'aperto said...

Aedislegt uppabuid tre! Og skemmtileg tilviljun..eg vissi ekki af thessu thegar eg sendi ther postinn i dag med prjonudu tre-flikinni!

8:46 pm  
Anonymous Anonymous said...

Verð að segja að hugmyndin er frumleg og útkoman bara ótrúlega falleg! Það mætti alveg gera meira af svona umhverfislistaverkum! Þ.e.a.s. ef þau fengju að standa.

Stiginn er klárlega flottasti multitask stiginn sem ég hef séð í langan tíma og hef ég nú séð þá marga. Vona að honum verði skilað fljótt og vel svo Freyr geti nú multitaskað á komandi vordögum....

9:57 am  

Post a Comment

<< Home