Friday, March 27, 2009

Bónusvetur

Mamman og krakkarnir röltu í búðina nú í vikunni í miklu blíðviðri - að því að er virtist. Allt byrjaði vel og við röltum í rólegheitunum með reglulegum knúsustoppum (Skarphéðinn dúlla þarf að knúsa Sóldísi reglulega - ekki lái ég honum það). En á þessari 10 mín göngu skall á stórhríð - a la Ísland, og við komumst við illan leik í húsaskjól....! Ok, kannski ekki alveg... en það kom svona mjög íslenskur skafrenningur - out of nowhere. Svo við neyddumst til að koma við hjá Kristorante og fá okkur hressingu :-).

Þær á leikskólanum kölluðu þetta Bónusvetur :-).



2 Comments:

Blogger Begga said...

Já það er ótrúlegt hversu oft mar neyðist til að fara á kaffihús ;)
Við lenntum líka í hríðinni... Hilmir var á hjólinu sínu (!!) og við rétt svo náðum heim lítandi út einsog snjómaðurinn ógurlegi (og hjólandi sonur hans).

1:14 pm  
Anonymous Anonymous said...

Og pikknikk í síðustu myndaseríu - ekki alveg að passa.....

Hjödda

9:38 pm  

Post a Comment

<< Home