Sunday, August 26, 2007

The perfect day

Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur.... Brunch heimsókn og mjög skemmtilegur og pródúktífur tveggja manna perlu design-workshop með Röggu (fyrir mömmuna - það hefði nú ekki verið gerður hálfur eyrnalokkur ef Skarpó hefði verið með!), ísbíltúr útí Vaxholm og bátarnir skoðaðir - með Skarphéðni of kors, pizza í kvöldmatinn (engin eldamennska!), prjón og afsleppelsi...
Fullkominn dagur.














Sænska Íslandsmeistaramótið í Kubb

... var haldið í Hagaparken um helgina.
Svona aðallega til að hittast og grilla og hafa gaman saman.

Hver fjölskylda var eitt lið, og öll liðin voru hvatt til að koma í búningi til að einkenna sig. Okkar glæsilegi búningur var: eins derhúfur og stuttermabolir....
Lengi lifi frumleikinn. Fólk átti fótum sínum fjör að launa þegar Skarphéðinn henti kubbunum.... átti eitthvað í erfiðleikum með að miða inná völlinn.

Prinsessan, riddarinn og drekinn hérna f. neðan fengu verðlaun fyrir besta búning... :-)






Saturday, August 25, 2007

Ulriksdal

Um daginn fórum við Skarphéðinn með Sóley og börnum í Ulriksdal. Þar er hægt að tína blóm og taka upp grænmeti sem er borgað eftir vigt. Og kaupa ís. Og blóm. Og skoða svín. Og hoppa á trampolíni...
:-)





Friday, August 24, 2007

Fjölskyldan hefur verið Simpsonized..!


Prófið sjálf á Simpsonizeme.com !









Tuesday, August 21, 2007

party party....

Olle vinur Skarphéðins varð þriggja ára um helgina, og hélt veislu í tilefni af því. Jarðaberjatertur, bullar, garðpartý, leikir, mikið fjör mikið gaman. Og auðvitað fiskdamm, sem er í öllum sænskum afmælum. Þá fá allir krakkarnir að "veiða" með "veiðistöng" með bandi og klemmu, sem vippað er yfir tjald. Það veiðist vel hjá öllum, í klemmuna festist nammipoki sem er dreginn á land með tilþrifum. Í þetta skiptið var mandarína, rúsínupakki, hlauppakki og flauta í pokunum.

Skarphéðni fannst svo gaman að hann vildi alls ekki fara heim.... enda rólur og sandkassi og heill skógur og alls konar skemmtilegt dót í garðinum hjá Olle.






















Sunday, August 19, 2007

Kolmården

Það var æðislega gaman í Kolmården dýragarðinum. Og fínt að gista á Vildmarkshotellet þar, enda "Sveriges barnvänligasta hotell", einsog þau kalla sig.

Skarphéðinn var mjög upprifinn yfir öllum dýrunum, en.... þegar við fórum í bílferð um safariparken þar sem maður keyrir inn til dýranna, og upplifir þau í sínu umhverfi en samt í návígi - þá datt Skarphéðinn útaf og steinsofnaði, því miður.... :-) litli kútur alveg búinn á því, og ekkert gekk að vekja hann. Það var einn af hápunktum garðsins, gíraffar narta í bílinn, ljón að snæða bráðkvödd dýr, birnir trítla yfir veginn o.s.frv. (ekki opna bílgluggann!).

En hápunkturinn var höfrungasýningin. Þar sem höfrungar léku listir sínar í stórri laug, ótrúlega flott, og gaman að sjá.



Hér er Freyr (og við) í línubana, hátt uppí loftinu, með útsýni yfir garðinn - og víðan völl.

Freyr var með fínu myndavélina sína með, og ákvað að taka nokkrar passamyndir af nokkrum heppnum dýrum.





















Friday, August 17, 2007

FYI 2

Skarphéðinn mun bregða sér í helgarferð til Kolmården um helgina, ca. 200km f. sunnan Stokkhólm.
Vei, ógislagaman !

FYI

Monday, August 13, 2007

Dansi dansi voffinn minn.....

Hér má sjá Skarphéðinn í dansstuði með litla diskóvoffanum sínum.



Sunday, August 12, 2007

Garðstörf
















Snigill


Ís og kaffi niðrí bæ

Fórum í bæinn í dag að spóka okkur.
Röltum um Kungsholmen, aðallega á Norr Mälarstrand, s.s. meðfram vatninu og skoðuðum bátana og fólkið og endurnar og fleira. Það var heilmikil bátaumferð; mótorbátar, skútur, ferjur og kajakræðarar, plús húsbátarnir sem er parkerað meðfram öllum kantinum, það er víst eftirsótt húsnæði (!).

Fengum við okkur ís og kaffi á útikaffihúsinu Café Eldkvarn, nálægt Stadshuset. Stólunum er stillt mót vatninu, svo maður hlustar á öldugjálfur og horfir á bátana, mjööög notalegt í góða veðrinu: draumur í dós.

Tveir strákar komu og hoppuðu nokkrum sinnum útí vatnið (í brókunum), og Skarphéðinn tuggði þetta hneykslaður í 3 mínútur: "Það má alls ekki hoppa í vatnið í fötunum!" Síðan kom mótorbátur og hleypti 2 mönnum uppá land. Það gekk frekar klaufalega og leit ekki vel út á tímabili, þeir hafa líklegast haft áhyggjur af að rispa ekki fína bátinn sinn svo það var langt fyrir þá að hoppa uppá land. Skarpó tuggði þá þetta í 5 mínútur: "Hann var næstum dottinn í vatnið !"

Síðan kom ferja/ sightseeing bátur (og spúði díselmengun á meðan hann keyrði vélina til að hafa stefnið uppað kanti svo fólk kæmist um borð - freeekar svona stemmningsdrepandi!) og fjöldi fólks í spariklæðum steig um borð. Þá tuðaði Skarphéðinn í 7 mínútur: "Ég vil líka farí bátinn". Þá fórum við. Og löbbuðum uppað Stadshuset þar sem ýmsislegt spennandi var að sjá; gosbrunnar og styttur og tröppur niðrað vatninu... :-)

Fengum okkur síðan indverskan mat áður en við fórum heim.
Mmmm....























Café Eldkvarnen.

Saturday, August 11, 2007

Skarphéðinn fær eigið herbergi!!!

Jepp, Skarphéðinn stóri strákurinn er kominn með eigið herbergi!!! Í fyrrverandi gestaherberginu, Svaka spennandi ! Og á nú eigið stóru-stráka rúm, á litlum fótum svo fallið sé ekki hátt úr rúminu..... Og dýna fyrir neðan - bara in case. Hefur einu sinni dottið "lauslega" framúr, ekkert alvarlegt. Rimlaúmið er komið uppí geymslu, og sömuleiðis ýmislegt smábarnadót. Búin að auglýsa alls konar dót til sölu til að létta á draslinu úr geymslunni.
Svefnsófinn og allar (flestar) bækurnar eru komnar inní Hrefnu herbergi (Skarphéðinn fékk sko annað af rúmunum hennar), með loforði um að nýtt rúm verði keypt snarlega ef dömunni dettur í hug að fara að sofa "heima" hjá sér - þó ekki væri nema af og til....

Og allt (flest) dótið hans Skarphéðins komið inn í herbergið - í staðinn fyrir að vera útum allt hús.

Áður en rúmið og dótið kom var sko gaman að hlaupa og hlaupa og hlaupa og hlaupa í herberginu :-) Og reyndar líka eftir að rúmið og það kom...

Frey tókst síðan að sníða og hengja upp sólmyrkvagardínur í öll herbergin (eftir mikið bölv), hvítar voða fínar.

Og síðan er "baaara" að sauma skemmtilegar gardínur (allavega inni hjá Skarpó), hengja myndir uppá vegg og.... og.....





Friday, August 10, 2007

Málningarvinna...

Já, það er búið að vera fleira en frí, ferðalög og afslöppun í gangi hjá okkur hérna megin. Jebb, við (aðallega Freyr) erum búin að mála alla efri hæðina !!! Þ.e. herbergin 3 þar. Mest í ljósum litum, en litaður fondveggur í hverju herbergi. Inspirasjón fyrir litavalið má sjá hér að neðan...

Bláa keramikskálin frá Bjarna, himinninn sjálfur, og fjólublái-blái bakgrunnurinn hjá dökku dömunni á myndinni var sá litur sem við vildum hafa í Skarphéðins herbergi.

Vínrauði/fjólurauð-grái liturinn á myndinni með sófanum var valinn á svefnherbergi okkar Freys og Halldóru, Urban purple heitir hann.

Og soldið útí hermannagrænt valdi Hrefna á sitt herbergi.