Tuesday, June 30, 2009

Sól og sumar í Vallentuna


Sunday, June 28, 2009

Skarphéðinn 5 ára

Skarphéðinn verður 5 ára þann 8. júlí, en við höfðum smá afmælisveislu fyrir nokkra krakka í hverfinu um helgina.
Það er gaman að eiga afmæli á sumrin... Í Svíþjóð. Sól og heitt og sull og busl í garðinum.... :-)










Tuesday, June 23, 2009

Á ströndinni....

Loksins kom sumarhitinn.... og við krakkarnir - plús nágrannarnir Hugo og Ella beint á ströndina :-) - með Jenny og Mariku sem líka eru í fæðingarorlofi.





Monday, June 22, 2009

Nýja íbúðin Hrefnu á Hantverkargatan....








Friday, June 19, 2009

Midsommar

Midsommar var haldið hátíðlegt með hefðbundnum hætti; með söng og dansi í kringum Midsommarstöngina við Vallentuna kirkju. Svo grilluðum við um kvöldið með fjölskyldum Jenny og Marika úr mömmuhóp Skarpa.

Á neðstu myndinni eru þau Hrefna, Josji, Skarphéðinn og Júlía, á efri: Marika og fjölskylda - ásamt 2 börnum Jenny.



Tuesday, June 16, 2009

Jæja, þá er hún farin....









Já þá er Hrefna flutt að heiman. Í bili allavega. Farin að leigja 2ja herbergja íbúð niðrí miðbæ - á Hantverkargatan, með Rebecku vinkonu sinni úr barnaskólanum í Bergshamra. Rebecka hefur búið á Gotlandi síðustu 5 ár, en nú á semsagt að freista gæfunnar í stórborginni með Hrefnu.

Þeim finnst þetta báðum mjööög spennó... Að flytja að heiman og að búa niðrí miðbæ (enda rígfullorðin - alveg tuttuguoghálfs árs). Hanga á útikaffihúsunum og vera kúl í sumrinu og bænum :-). Það er frændi Rebecku sem leigir þeim íbúðina í amk. 3-6 mánuði (ef þeim tekst að borga leiguna svo lengi). Hrefna er að vinna af og til í Åhléns sem aukastarfskraftur þar sem vantar, og er "á fullu að leita að meiri vinnu" - að eigin sögn..... Í haust er hún svo búin að sækja um að komast í nám í grafískri hönnun í Södertörns högskola í S-Stokkhólmi. Josji, kærastinn er enn inní myndinni, bara ekki inní íbúðinni :-). Á myndinni eru þau Hrefna og Josji kærasti með bíl pabba hans fullan af fötum og dóti og drasli og dýnum á leið í íbúðina í fyrsta skiptið.

Allir krakkarnir í hverfinu komu til að fylgjast með þessum búferlaflutningum, en bara Arvid og Skarphéðinn þorðu að vera með á myndinni. Sem er einsog af sænskri vísitölufjölskyldu.... :-)

Saturday, June 13, 2009

Legghlífar....

Þetta er svona um það bil sú stærð af prjónaverkefni sem mamman hefur tíma fyrir nú um þessar mundir. Legghlífar. Í XXX small. 1 stykki.
:-)


Friday, June 12, 2009

Ég ætla líka að ferðast innanlands í sumar.... :-)

... ekki þó með fellihýsi og klappstóla. Heldur vera á Edduhótelum. Ekki svo lengi samt...

Monday, June 01, 2009

Afmæli....

Elías vinur Skarpa átti 5 ára afmæli um helgina. Þar var prinsessuterta, lítil bílasundlaug með rennibraut í (!), trambolín, fiskdamm (að veiða nammipoka) og allur pakkinn, mikið gaman mikið fjör!
Unnur Sóldís undi sér vel í lekstugan á meðan strákarnir djöfluðust... :-)