Tuesday, June 16, 2009

Jæja, þá er hún farin....









Já þá er Hrefna flutt að heiman. Í bili allavega. Farin að leigja 2ja herbergja íbúð niðrí miðbæ - á Hantverkargatan, með Rebecku vinkonu sinni úr barnaskólanum í Bergshamra. Rebecka hefur búið á Gotlandi síðustu 5 ár, en nú á semsagt að freista gæfunnar í stórborginni með Hrefnu.

Þeim finnst þetta báðum mjööög spennó... Að flytja að heiman og að búa niðrí miðbæ (enda rígfullorðin - alveg tuttuguoghálfs árs). Hanga á útikaffihúsunum og vera kúl í sumrinu og bænum :-). Það er frændi Rebecku sem leigir þeim íbúðina í amk. 3-6 mánuði (ef þeim tekst að borga leiguna svo lengi). Hrefna er að vinna af og til í Åhléns sem aukastarfskraftur þar sem vantar, og er "á fullu að leita að meiri vinnu" - að eigin sögn..... Í haust er hún svo búin að sækja um að komast í nám í grafískri hönnun í Södertörns högskola í S-Stokkhólmi. Josji, kærastinn er enn inní myndinni, bara ekki inní íbúðinni :-). Á myndinni eru þau Hrefna og Josji kærasti með bíl pabba hans fullan af fötum og dóti og drasli og dýnum á leið í íbúðina í fyrsta skiptið.

Allir krakkarnir í hverfinu komu til að fylgjast með þessum búferlaflutningum, en bara Arvid og Skarphéðinn þorðu að vera með á myndinni. Sem er einsog af sænskri vísitölufjölskyldu.... :-)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þau eru sæt :) Jæja, ekki samt gera ráð fyrir því að hún sé endanlega farin - þau koma heim á hótel mömmu fram eftir öllum aldri, svo mikið veit ég...... En þetta hlýtur óneitanlega að vera spennandi hjá þeim vinkonunum!

Hjödda

11:27 am  

Post a Comment

<< Home