Tuesday, May 19, 2009

Unnur Sóldís 10 mánaða

Já tíminn flýgur, og sú stutta er orðin 10 mánaða (þann 9. maí).
Og búin að fá fyrstu tönnina sína, en hún kom 7.maí, eitt lítið hrísgrjón í neðri góm. Sem bara laumaðist upp og mamma tók eftir af tilviljun. Skarphéðni finnst það mjög spennandi og sagði mjög stoltur frá því á leikskólanum. Tekur stundum upp teskeið og biður viðstadda að vera hljóða og slær svo andaktugur létt í neðri góminn hjá litlu svo klingir í tönninni... :-), og lítur þá hróðugur á viðstadda.
Dúllan.

Fyrir utan það að vera fari að skríða útum allt og reisa sig upp við allt og alla.... þá finnst Unni Sóldísi mjög gaman að skoða bækur, elskar að hitta önnur börn og finnst líka mjög gaman að labba úti með mömmu, og kannski fara á róló.
Og hún er alltaf jafn ótrúlega krúttleg og mjúk og yndisleg...

Skarphéðni finnst það líka, hann vill helst vera að knúsa hana í tíma og ótíma, það þarf oft að slíta hann af henni!!! En sú litla er ótrúlega umburðarlynd við hann í sb. við það, tekur þessu harða knúsi líklegast einsog hverju öðru hundsbiti. Enda er hún svo hrifin af honum stóra bró :-).

Þegar hún er að vanda sig kemur oft tungan út einsog á miðju myndinni hér að neðan....

Svo er mamman farin að vinna 2 daga í viku í háskólanum aftur og þá er pabbi heima í staðinn. Ágætt að skiptast aðeins á og fá að drekka einsog einn kaffibolla í ró og næði án þess að þurfa að hafa augu í hnakkanum og vera í viðbragðsstöðu (!).






2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sætt - tönnin og tungan! Og eki má gleyma þessari fallegu peysu sem ég býst við að myndarlega móðirin hafi prjónað. Þú ert nú meiri prjónavélin!
E

7:10 pm  
Blogger Halldóra said...

Já þessa prjónaði ég; "Baby sweater on two needles" heitir hún, kallast líka "February baby sweater".

Prófaðu að Googla það,og þú munt fá upp myndir af mörg þúsund peysum.... :-) Eftir snillinginn Elizabeth Zimmermann.

Litla er látin vera í henni þó ermarnar séu orðnar stuttar (Það er reyndar hægt að prjóna framan á þær !). En það er alveg í stíl við "February lady sweater", sem er einmitt með svona 3/4 ermum :-).

HS.

10:34 am  

Post a Comment

<< Home