Friday, May 08, 2009

Veiðitúr

Við fórum í bíltúr um síðustu helgi með veiðistöngina. Keyrðum til Vaxholm og munduðum
stöngina aðeins á bryggju og strönd. Tíminn fór aðallega í að leysa flækjur (Freysi), tína dót uppúr töskunni (Unnur Sóldís), henda steinum í vatnið og safna sefstrám (Skarpi)..... :-) En mjög notaleg útivera samt, með fuglum og nokkrum bátum (engum sjáanlegum fiskum samt).

Stutt frá voru tveir veiðigarpar á fullu að kasta sem við spjölluðum aðeins við, þeir sögðust búa í Sundbyberg (úthverfi Stokkhólms)en koma oft hingað til að veiða, og að þeir fengju stundum aborra, geddu eða lax. En ekkert í dag þó.



1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Næs :) Smábátabryggjan hér í Hfj. er voða vinsæl fyrir svona dorg. Það eru víst síldartorfur hér við höfnina, marhnútar og eitthvað fleira svakalega girnilegt!!
Við erum alltaf á leiðinni...
E

11:50 am  

Post a Comment

<< Home