Saturday, January 24, 2009

Litla músin kann að sitja sjálf...!

So dulleg!
Og á morgun erum við familían svo að fara í viku skíðaferð til Sälen (hingað), sem er í um 5 tíma keyrslu héðan. Hrefna passar kofann á meðan.

Thursday, January 22, 2009

Unnur Sóldís hálfs árs

Já daman er hálfs árs - og rúmlega það. Time flies!
Hún er orðin svo stór og dugleg, og alltaf jafn rosalega brosmild og glöð. Brosir útí eitt þessi dúlla, allir minnast á það hvað hún er kát og glöð.

Nú situr nú með fjölskyldunni við matarborðið í trip-trap stólnum sínum (og teppi stöffað í kringum sig) á matmálstímum og fylgist með. Er aðeins farin að fá að smakka smá mat, en hristir sig alla við því og þykir ekki gott! Hún er dugleg að vera á maganum á teppi á gólfinu, snýr sér í hring og á alla kanta til að ná í dót, og ýtir sér iðulega afturábak í burtu frá öllu - óvart.....

Skarphéðinn stóri bróðir er voða hrifinn af henni, knúsar hana oft og mikið - og hún elskar að horfa á hann leika og skellihlær þegar hann hoppar eða fíflast. Svo syngur hún mikið - eða þeas lætur ískra svona krúttlega í sér :-).






Myndir frá Íslandsferðinni í janúar

Jæja, þá erum við komin heim frá fínu og hressandi Íslandsferðinni öllsömul. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.






























Tuesday, January 06, 2009

Hrefna er tuttugu ára í dag!

Hún Hrefna okkar er tvítug í dag. Þessi elska.... rosalega líður tíminn hratt!!!

Í tilefni stórafmælisins ætlar hún að bregða sér í viku til Tenerife á Kanarí með vini sínum. Þau pöntuðu svona "sista minuten" ferð frá 11.- 18.jan (ferðirnar yfir 6.jan voru búnar!). Fengu þetta mjög ódýrt; eða á 2.500 skr. - en "ospecificerad boende", sem þýðir að gistingin getur verið hvernig sem er. En þegar maður er 20 ára skiptir það nú ekki öllu máli.....!! Og svo er jú smá sjéns að bara lúxus-svítan sé laus og að þau lendi í henni..... :-).

Núna er Hrefna annars að vinna hjá Q-work, ráðningarfyrirtæki sem mannar Åhléns verslunarkeðjurnar, er s.s. "búðarkona" í mismunandi Åhléns búðum, og líkar vel. Nóg að gera í jólaösinni í des., líklegast líka á útsölunum í janúar, en spurning með framhaldið.

Mamman og Unnur Sóldís senda afmælisbarninu ástarkveðjur frá Íslandinu; Til hamingju með daginn stóra stelpan okkar !!!!!

Þessi mynd var tekin í sumar, þegar Hrefna tók stúdentinn :-).

Monday, January 05, 2009

Íslandsferð

Við fjölskyldan (nema Hrefna) erum búin að vera hjá ömmu og afa á Íslandi um áramótin og höfum haft það rosalega fínt. Skarphéðinn og Freyr fóru svo í dag til baka til Svíþjóðar, en Halldóra og Unnur Sóldís verða á Íslandi fram til 17.jan.

Skarphéðinn hafði mjög gott af því að æfa sig í íslenskunni.... Og fannst flugeldarnir mjög spennó.... :-)