Thursday, January 22, 2009

Unnur Sóldís hálfs árs

Já daman er hálfs árs - og rúmlega það. Time flies!
Hún er orðin svo stór og dugleg, og alltaf jafn rosalega brosmild og glöð. Brosir útí eitt þessi dúlla, allir minnast á það hvað hún er kát og glöð.

Nú situr nú með fjölskyldunni við matarborðið í trip-trap stólnum sínum (og teppi stöffað í kringum sig) á matmálstímum og fylgist með. Er aðeins farin að fá að smakka smá mat, en hristir sig alla við því og þykir ekki gott! Hún er dugleg að vera á maganum á teppi á gólfinu, snýr sér í hring og á alla kanta til að ná í dót, og ýtir sér iðulega afturábak í burtu frá öllu - óvart.....

Skarphéðinn stóri bróðir er voða hrifinn af henni, knúsar hana oft og mikið - og hún elskar að horfa á hann leika og skellihlær þegar hann hoppar eða fíflast. Svo syngur hún mikið - eða þeas lætur ískra svona krúttlega í sér :-).






3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sakna þessarar glöðu snúllu!
knúúúúússs

11:09 am  
Anonymous Anonymous said...

og puðrið maður hahaha... það var alveg fyndið :)
E

11:10 am  
Blogger ecoloco said...

Sætust!
knús
Lóa

10:30 am  

Post a Comment

<< Home