Thursday, August 31, 2006

Hlaupahjól !!!






















Já, hann Skarpi þekkir nokkra krakka í götunni sem eiga svona hlaupahjól, og finnst mikið gaman að fá það lánað. Og hvað gerir pabbi þá.....? Jú, fer við fyrsta tækifæri og kaupir eitt fyrir (dekurrófuna) Skarphéðin ! Og Skarphéðinn er þvílíkt ánægður með það :-) Hér má sjá hann á fullu á hlaupahjólinu.

Síðsumar gróðursetning...




















Við Skarphéðinn fórum eftir vinnu í dag og keyptum nýtt blóm í garðinn; Rauðan sólhatt. Okkur langaði í eitthvað sem blómstrar svona síðsumars (og ekki bara í júní og er svo dautt þegar við komum úr sumarfríinu....). Skarphéðinn var mjög duglegur að hjálpa til, og bætti smá sandi úr sandkassanum meiraðsegja við, sem honum fannst greinilega vanta þarna í beðið.

Sunday, August 27, 2006

Skarpi í berjamó úti í skógi heima...













Við Skarpi skruppum útí skóg í leit að bláberjum. Þau voru frekar lítil og ræfilsleg.... Við bara gúffuðum þeim öllum uppí okkur og komum ekki með nein ber heim (!).

En sveppavöxtur ku vera betri, því það hefur rignt ágætlega undanfarið.

Saturday, August 26, 2006

Kubbaleikur


Á koppnum. Með ( sumarsins hundraðasta) ís...


Skarphéðinn byrjaði að pissa í koppinn í sumar. Það var mjög einfalt þegar hann var hvorteð er svo mikið berrassaður að hlaupa um. Fannst bara spennandi að setjast á koppinn, og svo þegar það (óvart?) komu nokkrir dropar í hann var honum hrósað svo mikið að hann gerði allt til að reyna að kreista úr sér fleiri dropa í hann í tíma og ótíma..... :-) Og fékk þá náttúrlega alltaf hrós fyrir. Svo nú bara hleypur hann á koppinn þegar honum er mál (hvort sem það er "1" eða "2" - if you know what I mean....) - ef hann er ekki með bleyjuna á sér. Ef bleyjan er á bossanum er allt bara látið vaða í hana...

Friday, August 25, 2006

Nýjasta framleiðslu línan





























Já, hringir prjónaðir úr íslenskri ull með perlum.
Til að ylja baugfingri :-)

Saturday, August 19, 2006

Rúsína í leikfimiæfingum








Já, það er alltaf mikið líf og fjör í kringum hann Skarphéðinn hundraðvolta, og erfitt fyrir hann að vera kjur (ég tala nú ekki um fyrir myndatöku !). Hér er þessi sætasta rúsínubolla í heimi í smá leikfimiæfingum útá palli :-)

Og hann er orðinn alvg hvíthærður eins og þið sjáið eftir sumarsólina!!!

Sunday, August 06, 2006

Við Rönningesjön


Fórum á ströndina í dag. Enda steikheitt, og ágætt að kæla sig niður....





Tími fyrir ís....


Skarpi elskar að hoppa útí !!!

Strönd og sundlaug í dag





Svo fórum við í mat til Sóleyjar og Guðjóns. Þar sem við syntum líka í lauginni þeirra og hoppuðum á trampolíninu þeirra.... :-)

Saturday, August 05, 2006

Bæjarferð.




Við fórum í bæinn í dag. Að fá okkur miðbæjar-ís. Skarpi mátti eiginlega ekki vera að því að klára ísinn sinn (svo pabbi lenti í því), og ekki heldur vera að því að sitja fyrir á "sjálftekinni" fjölskyldumynd....

Vá.

Sumir taka ekki myndir á bloggið sitt, heldur teikna þær......!

Friday, August 04, 2006

Gefðu geit

Á help.is er hægt að gefa geit.
Góð lausn fyrir þá sem eiga allt.
:-)

Thursday, August 03, 2006

Íslenskt

Hér er íslenskasta myndband sem ég hef séð lengi - allavega bakgrunnurinn. Og músíkin er óneitanlega spes.