Saturday, September 12, 2009

Líkar ?

Siggi frændi birti myndina hægra megin af okkur frænkunum haldandi á sér á Facebook. Ég er 6 ára og Hjödda frænka 8 ára. Lekker stígvél sem ég er í! Skrítið að ég skuli ekkert muna eftir þeim :-).

Vinstra megin er Unnur Sóldís 1 árs. Það er nú soldill svipur með okkur mæðgunum. Sama kinnadæmið í gangi sýnist mér....

Friday, September 11, 2009

Gröna lund!

Hin árlega heimsókn í Gröna lund var um síðustu helgi. Með candyfloss og allan pakkann!

Hrefna stóra systir og háskólastúdína kom líka (eftir vinnu í Åhléns) og fór í nokkur tæki með bróður sínum. Hela familjen skemmti sér rosalega vel, sérstaklega kannski Skarphéðinn - einsog sést á myndunum... :-)

Og svo var snætt á Burger king í lok dags, og krakkarnir sofnuðu í bílnum á leiðinni heim, alveg búin á því.
Frábær ferð!

(nei þetta er er ekki kók sem Unnur Sóldís er að drekka á myndinni - heldur eplasafi!)





Saturday, September 05, 2009

I can walk !

Unnur Sóldís tók fyrstu skrefin alein þann 5. sept, 14 mánaða.
Og hleypur nú útum allt heima (ansi völt þó!) ótrúlega roggin með sig.

Hryllilega krúttlegt að sjá hana vagga um - upprétta, á 2 jafnfljótum....
Að springa úr monti með sjálfa sig...:-)



Thursday, September 03, 2009

Fótósjopp og blóm dagsins



Tuesday, September 01, 2009

1. sept

Fyrsti september í dag. En ekki haustlegt enn hjá okkur, sól og vel heitt í allan dag og krakkarnir léku úti garði. Skarpó, Hugo og Ella byggðu "hús" útí garði úr rennibrautinni, nokkrum regnhlífum og öðru lauslegu. Buðu svo gestinum Unni Sóldísi til sín og mötuðu hana á seríós og vatni úr pela.

Fyndið að sjá hana skottast á eftir stóru krökkunum, heldur að hún sé voða stór.... :-) Og þau svo hrifin af henni og vilja hafa hana með.