Thursday, October 22, 2009

Sena frá venjulegum eftirmiðdegi

Wednesday, October 21, 2009

Afmæli pabbans....

Já Freyr átti afmæli í dag.
Hann hélt daginn hátíðlegan með því að vera heima með Unni Sóldísi (á meðan mamman fór í vinnuna). Skarphéðinn var líka heima því honum er búið að vera illt í hálsinum.
Og svo voru náttúrulega terta og pakkar - einsog í alminnilegu ammæli.




Tuesday, October 20, 2009

Soldið lík pabba sínum

Amk. í háttum.
:-)

Og svo er hún orðin svo stór stelpa eitthvað.... komin með svo mikið hár líka sem gerir hana svo fullorðinslega.
Dúllan!


Saturday, October 10, 2009

Legoland

Fjölskyldan fór til Legolands í Danmörku í byrjun október.
Það var svoooo gaaaaman.....!

Þetta er svo æðislegur garður. Svo margt hægt að gera, fara í leiktæki, lestir og hringekjur og sigta gull úr sandi (alvöru gull (eða þannig)sem var sko brætt í gullmedalíu í lokin fyrir viðkomandi!), baka eigið brauð yfir eldi, fara í bátasiglingar um ævintýraheima, og auðvitað skoða allt kubbið maður.... Búið að gera heilu borgarhverfin úr kubbum - einsog Nyhavn til dæmis - nákvæm eftirlíking með fólki á útikaffihúsunum, bílar sem keyra á götunum og bátar sigla á kanalnum.....! algjörlega ótrúlega flott.
Svo var líka búið að gera Hvíta húsið, Frelsisstyttuna (í fullri stærð - nei djók), Sfinxana í Egyptalandi, Taj mahal og ég veit ekki hvað og hvað....

Meiriháttar frábær skemmtun. Mæli með þessu fyrir allar barnafjölskyldur!










Í lest í Legolandi...

Jeij jibbí gaman gaman... :-)

Legoland 1998 og 2009

Við fórum í Legoland fyrir um 10 árum með Hrefnu. Þá var aðalsportið að taka s.k. ökuskírteini í Legobílum sem krakkarnir keyrðu sjálfir. Að því loknu vildi Hrefna taka ökuskírteinið aftur... og fór í smá fýlu inní þessu ljóni þegar við vorum að reyna að fá hana til að koma og gera eitthvað annað..... :-)

Við mundum eftir þessu og hugsuðum að ef Skarphéðinn vildi taka ökuprófið aftur ætluðum við bara að láta hann ráða því.... :-)
En svo var hann of ungur í það dæmi - þannig að við tökum það bara næst. En ljónið var á sínum stað - eftir 10 ár.
Fyndið.


Bátsferð í Legolandi

Friday, October 09, 2009

Dýragarðurinn í Köben

Á leiðinni í Legoland stoppuðum við bæði í Malmö og Köben.
Í Köben fórum við m.a. í dýragarðinn.
Það var mjög vinsælt hjá sumum! Komum út með þennan úlf í eftirdragi sem við losnuðum ekki við það sem eftir var ferðarinnar.







Tuesday, October 06, 2009

Hrefna....



Er ad gera svo skemmtilega hluti í skólanum sínum... Í grafíska hönnunarnáminu.
Thetta var verkefni vikunnar hjá henni í Illustrator, ad teikna eftir ljósmynd.
Kúl...!

Monday, October 05, 2009

Unnur skvísa....

... er svo klár að labba, hleypur nú um allt :-)