Saturday, October 10, 2009

Legoland

Fjölskyldan fór til Legolands í Danmörku í byrjun október.
Það var svoooo gaaaaman.....!

Þetta er svo æðislegur garður. Svo margt hægt að gera, fara í leiktæki, lestir og hringekjur og sigta gull úr sandi (alvöru gull (eða þannig)sem var sko brætt í gullmedalíu í lokin fyrir viðkomandi!), baka eigið brauð yfir eldi, fara í bátasiglingar um ævintýraheima, og auðvitað skoða allt kubbið maður.... Búið að gera heilu borgarhverfin úr kubbum - einsog Nyhavn til dæmis - nákvæm eftirlíking með fólki á útikaffihúsunum, bílar sem keyra á götunum og bátar sigla á kanalnum.....! algjörlega ótrúlega flott.
Svo var líka búið að gera Hvíta húsið, Frelsisstyttuna (í fullri stærð - nei djók), Sfinxana í Egyptalandi, Taj mahal og ég veit ekki hvað og hvað....

Meiriháttar frábær skemmtun. Mæli með þessu fyrir allar barnafjölskyldur!










0 Comments:

Post a Comment

<< Home