Sunday, May 31, 2009

Utflykt

Við fórum í smá ferðalag í veðurblíðunni um helgina, til krúttlega smábæjarins Trosa, í þjóðgarðinn Stendörren, og gistum svo í Nyköping á hinu mjög svo barnvæna hóteli Blommenhof, með rólum, sandkassa, lekstugu og alles....
Mjög ljúft....















Sunday, May 24, 2009

Heimsókn í kassabílalandið í Nykvarn

Geggjað fjör... :-)






Wednesday, May 20, 2009

Vorið...

Þessa yndislegu túlípana sáum við Unnur Sóldís á leið okkar í heimsókn til Jenny.
Æðislegir....




Já við erum sæt....

Í svefni sem vöku....!

Tuesday, May 19, 2009

Unnur Sóldís 10 mánaða

Já tíminn flýgur, og sú stutta er orðin 10 mánaða (þann 9. maí).
Og búin að fá fyrstu tönnina sína, en hún kom 7.maí, eitt lítið hrísgrjón í neðri góm. Sem bara laumaðist upp og mamma tók eftir af tilviljun. Skarphéðni finnst það mjög spennandi og sagði mjög stoltur frá því á leikskólanum. Tekur stundum upp teskeið og biður viðstadda að vera hljóða og slær svo andaktugur létt í neðri góminn hjá litlu svo klingir í tönninni... :-), og lítur þá hróðugur á viðstadda.
Dúllan.

Fyrir utan það að vera fari að skríða útum allt og reisa sig upp við allt og alla.... þá finnst Unni Sóldísi mjög gaman að skoða bækur, elskar að hitta önnur börn og finnst líka mjög gaman að labba úti með mömmu, og kannski fara á róló.
Og hún er alltaf jafn ótrúlega krúttleg og mjúk og yndisleg...

Skarphéðni finnst það líka, hann vill helst vera að knúsa hana í tíma og ótíma, það þarf oft að slíta hann af henni!!! En sú litla er ótrúlega umburðarlynd við hann í sb. við það, tekur þessu harða knúsi líklegast einsog hverju öðru hundsbiti. Enda er hún svo hrifin af honum stóra bró :-).

Þegar hún er að vanda sig kemur oft tungan út einsog á miðju myndinni hér að neðan....

Svo er mamman farin að vinna 2 daga í viku í háskólanum aftur og þá er pabbi heima í staðinn. Ágætt að skiptast aðeins á og fá að drekka einsog einn kaffibolla í ró og næði án þess að þurfa að hafa augu í hnakkanum og vera í viðbragðsstöðu (!).






Monday, May 11, 2009

Blómleg


Friday, May 08, 2009

Veiðitúr

Við fórum í bíltúr um síðustu helgi með veiðistöngina. Keyrðum til Vaxholm og munduðum
stöngina aðeins á bryggju og strönd. Tíminn fór aðallega í að leysa flækjur (Freysi), tína dót uppúr töskunni (Unnur Sóldís), henda steinum í vatnið og safna sefstrám (Skarpi)..... :-) En mjög notaleg útivera samt, með fuglum og nokkrum bátum (engum sjáanlegum fiskum samt).

Stutt frá voru tveir veiðigarpar á fullu að kasta sem við spjölluðum aðeins við, þeir sögðust búa í Sundbyberg (úthverfi Stokkhólms)en koma oft hingað til að veiða, og að þeir fengju stundum aborra, geddu eða lax. En ekkert í dag þó.



Gengið í götunni

No comment....:-)



Friday, May 01, 2009

Ég kann ýmislegt...

Ég kann nu ýmislegt. Einsog till dæmis að "puðra", segja "datt" (þegar eitthvað dettur /er hent í gólfið), búa til "klikk-hljóð" með tungunni, taka af mér húfuna (og sokkana), segja "hej".... Stundum þegar ég er í stuði tek ég alla taktana sem ég kann í einni bunu: puðra - klikka með tungunni - "datt" - puðra - klikka... :-)

Og svo er ég byrjuð að reisa mig upp við allt mögulegt, finnst það mjööög spennandi, og stend svo - ansi óstöðug - eða dett.....
Svo vil ég helst ekki borða barnamat, heldur tína uppí mig matarbita sjálf - þó ég sé ekki komin með neinar tennur. Og mér finnst rosalega gaman að fylgjast með Skarphéðni stóra bróður leika með vinum sínum. Og þeim finnst gaman að leika við mig :-)