Tuesday, August 30, 2005


Við Skarphéðinn fórum í heimsókn til Örju og Aino Linneu í gær. Arja er með mjög græna fingur - eins og aðeins sést á þessari mynd af Skarphéðni á svölunum hennar - sem eru mjög blómlegar núna. Við skoðuðum líka kolonilottinn sem hún er nýbúin að fá (svona reitur til að rækta eitthvað á) - eftir að við höfðum borðað gómsætan lífrænt ræktaðan málsverð og tertu (m.a. með sólberjum úr kolonilotten), þannig að þetta var mjög græn og skemmtileg heimsókn.... :-).
Hér eru fleiri grænar myndir frá deginum.



Ég gaf Örju garn og prjóna, og hér er Arja að prjóna í eldhúsinu, Aino Linnea horfir á.

Monday, August 29, 2005

Skarphéðinn leikskólastrákur!


Skarphéðinn fór í fyrsta skiptið í leikskólann í dag ! Stóri strákurinn. Fór með mömmu og stoppaði í klukkutíma. Það voru 2 önnur börn að byrja líka, þær Julia og Ängla (einsog kvenkyns engill; Engla), og þau léku sér "saman" = skiptust á að rífa dót af hvort öðru. Skarphéðni fannst þetta bara mjög gaman, en mest spennandi var hliðið fram á gang, sem hann hékk í lon og don: Opna.... og loka.... opna...loka-opna-loka.... hmm. Fóstran sagði við hann þegar við fórum heim: Hlakkarðu ekki til að koma aftur á morgun og leika við krakkana - og hliðið....?

Fyrstu dagana stoppum við þarna bara í klukkutíma á dag (2 tíma í lok vikunnar), og það er ekki fyrr en í næstu viku sem hann prófar að vera einn. En síðan á hann að vera þarna 3 daga í viku í vetur, 6 tíma í senn. Á deildinni hans; Myrorna (maurarnir) verða 15 börn og 3 fóstrur, en alls eru 3 deildir á leikskólanum; Humlur (býflugur) og Nyckelpigor (maríuhænur) - fyrir utan maurana... Eintómar pöddur semsagt.






Jamm. En þó ég sé eiginlega orðinn stóri strákurinn læt ég samt stundum svona: Garga eins og stunginn grís þegar pabbi ætlar að taka mig inn þegar ég vill vera áfram úti. (En það er sko eitt af því skemmtilegasta sem ég veit - að vera úti og elta stóru krakkana).



En svo hætti ég strax að góla um leið og ég er settur niður og fæ (að gera eins og ég sjálfur vill!) að vera úti og horfa á krakkana leika...

Sunday, August 28, 2005


Við fórum í grillveislu hjá mömmuhópnum mínum í gær, heima hjá Mariellu (lengst til hægri á myndinni), og nú fengu pabbarnir líka að vera með, í fyrsta skiptið. Þetta var rosalega gaman - og maturinn hrikalega góður. Nú eru mömmurnar flestar hverjar farnar að vinna - eða að fara að byrja að vinna, svo við hittumst ekki svo oft allar saman lengur. En 6 af krökkunum verða á sama leikskóla og Skarphéðinn, svo þau hittum við allavega. Krakkarnir skemmtu sér líka mjög vel, hlaupandi um og á fullu langt fram eftir kvöldi. Gaman að sjá hvað öll börnin eru orðin stór og dugleg - og Yndisleg !!! :-)
Fleiri myndir má sjá hér.

Friday, August 26, 2005

Skarpó töffari


Hey, Waz up .... !?

Hrefnu finnst Skarphéðinn vera kominn með svo sítt hár að hún setti gel í hárið á honum og setti upp í hanakamb.....


Meira brilljantin meira brilljantin.... Posted by Picasa

Wednesday, August 24, 2005


Hilda kom í heimsókn í dag med mömmu sinni Maríu. Þær eru í sömu mömmugrúppu og við, sem þýðir að við höfum hist reglulega í vetur. Hilda er ad fara að byrja á Svampskogens förskola (leikskólanum) í haust eins og Skarphéðinn. Og svo er hún að fara að fá systkini í janúar - er að fara að verða "stóra"systir !!!
Skarphéðinn fer í fyrsta skiptið á leikskólann núna á mánudaginn kemur (!), verður 1 klt. á dag (með mömmu) í nokkra daga, verður spennandi að sjá hvernig honum líst á það... :-)

Monday, August 22, 2005



Fórum á ströndina Skavlöten í gær í fyrsta skipti. Skemmtilegur staður og stutt frá okkur. Og alltaf jafngaman að moka og sulla...



:-)

Sunday, August 21, 2005


Thad er buid ad vera heitt og gott vedur undanfarid hja okkur, og Skarphedinn er mikid berrassadur uti gardi. Hann er alltaf ad prakkarast eitthvad, eins og her - ad prila uppa bord tho thad se alveg hardbannad !!! Bidur eftir ad einhver komi og gripi hann glodvolgan..... :-) Svo er hann buinn ad uppgotva typpid a ser !!! Togar i thad og teygir a alla kanta thegar hann er bleyjulaus !!!! Posted by Picasa


Og eg er buinn ad vera mikid uti gardi ad sulla i litlu lauginni minni.... Posted by Picasa

Wednesday, August 17, 2005

Resa till Västkusten



Þá erum við komin heim úr ferðalagi með þeim Ása og Unni á Vesturströndina.
Vesturströndin og skerjagarðurinn þar var draumur í dós....! Litlir krúttlegir bæir á klöppunum, grilljón skútur og bátar í öllum höfnum. Algjör siglingaparadís. Skúta í hverri vík, lítil rauð stuga á hverri klöpp.... Þetta var svo flott allt saman - eins og að keyra um í póstkorti.
Þessi mynd er tekin í Marstrand.



Í Fiskebäckskil, Unnur, Birta, Skarphéðinn, Ási, Freyr, Atli (og Kári á bakvið hann ! :-) ).



Hér erum við í Skärhamn, standandi uppá háum stökkpalli (alltof háum - maður fær fiðring í hnén!!!!) . Ákváðum að fá okkur "dýfu" seinna.....

Hér fórum við m.a. á Norræna vatnslitasafnið - sem Bera Nordal veitir forstöðu. Það er ótrúlega skemmtilega staðsett á klöppunum við sjóinn.



Kári skútukall.
Hvaða betri minjagrip er hægt að taka með sér úr þessum litlu sjávarbæjum en skútu.....?


Í Gautaborg fórum við í tívolíð Liseberg - þar sem meirað segja við gamlingjarnir (Freyr og Halldóra) fórum í rússíbana dauðans - eða þannig leið manni að minnsta kosti í honum - en það var hryllilega gaman!

Freyr hafði þessi tvö STÓRU tuskudýr uppúr krafsinu í Líseberg - sýndi frábæra takta, lagni og skotfimi í körfuboltaskotþraut (!) Kvikindin fengu svo að sitja í framsætinu á leiðinni til baka til Stokkhólms..... :-)

Saturday, August 13, 2005

Gestir frá Íslandi



Það eru sandkastalameistarar í heimsókn hjá okkur!
Þau Atli, Kári og Birta - börn Ásmundar og Unnar vina okkar. Þau eru á ferðalag um Svíþjóð og Danmörku, og stoppa í nokkra daga hjá okkur til að skoða Stokkhólm og nágrenni. Hér erum við á strönd úti í Vaxholm, og þau eru búin að gera þennan fína sandkastala.

Síðan ætlum við öll saman í smá ferðalag á vesturströnd Sverige, til Gautaborgar og útí skerjagarðinn þar fyrir norðan.


Gaman gaman hjá Skarphéðni ! Svaka fjör í pikknikk á ströndinni og að busla og það allt :-) ! Uppáhaldið að fá að sulla.


Meira gaman og mmmm matur.....
Hér erum við að fá okkur eitthvað í gogginn á pramma á Mälaren við litla bæinn Sigtuna.


... Posted by Picasa

Monday, August 08, 2005

Ég er orðinn 13 mánaða!



Í dag er ég eins árs og eins mánaða gamall. Og hér á myndinni er ég með uppáhaldssvipinn minn um þessar mundir - andlitið ein gretta !.... :-) Ég hef lært að ég fæ alltaf svo mikil viðbrögð við þessum svip, allir í kring fara alltaf að hlægja að mér - þannig að ég nota hann óspart.

Annars er ég alltaf jafn hress og kátur bara. Farinn að borða flestallan mat með tönnunum mínum fjórum, en mér finnst fiskur og fiskabollur sérstaklega góðar. Og ávextir líka. Það þarf að stoppa mig af ef ég kemst í rúsínuboxið til dæmis....

Ég sef núna bara 1 sinni á dag, í 1 1/2 tíma um hádegið, hætti með seinni lúrinn á Íslandi. Svo fer ég að sofa um kl. 21 á kvöldin, og vakna um 8 - 9 leytið. Mér finnst mjög gaman í baði eða sundi - elska að sulla - og svo er svaka gaman bara að vera úti, ég tala nú ekki um ef það eru aðrir krakkar úti, þá held ég að ég sé stór strákur og vill bara hlaupa á eftir þeim.... Ég fer oft út að labba, það finnst mér frábært - reyni stundum bara að hlaupa í burtu og útí buskann (!) Svo er gaman að fara útá róló, þar er skemmtilegt að róla eða t.d. renna í rennibrautinni. Svo er líka alltaf gaman að moka í sandkassanum mínum bara útí garði heima. Skemmtilegast er samt að hitta aðra krakka og fylgjast með þeim, sérstaklega aðeins eldri sem geta aðeins meira en ég....

Það er aðeins að koma í ljós að ég hef Skap.... fer stundum að orga ef ég fæ ekki það sem ég vil... En yfirleitt fæ ég það sem ég vil, sérstaklega hjá pabba, sem ég vef um fingur mér (bókstaflega) og teymi útum allt...

Friday, August 05, 2005


Í staðinn fyrir að fara í vinnuna í dag eins og ég (Halldóra) hefði átt að gera, fór ég í utflykt með þremur píum úr vinnunni til Trosa. Trosa er í rúmlega klst. fjarlægð frá Stokkhólmi, en þetta er hrikalega krúttlegur gamall bær sem stendur við litla á, og er með mörgum litlum skemmtilegum búðum.... Að rölta þarna um er eins og að labba um í póstkorti, algjört æði .... :-)


Ég fór með þeim Evu, Birgittu og Mörshu.


Mjög krúttlegur gamall bær...


... Margar sætar búðir og gallerí að skoða - eins og þessi með hlutum eftir Lenu Linderholm.


... Posted by Picasa

Tuesday, August 02, 2005

Fyrsta "bad" Skarphéðins



Við Skarphéðinn forum í pikknikk med Hrefnu og Per í dag ad Rönningesjön, sem er "okkar" vatn. Frábær dagur!! Borðuðum nesti, spiluðum - og syntum og sulluðum i vatninu - sem Skarphéðni fannst nu ekki leiðinlegt !


Skarphedni fannst hrikalega gaman ad sulla i vatninu !!! :-) Posted by Picasa


Skarphedinn, Per og Hrefna. Posted by Picasa


Kisa kom i heimsokn ! Posted by Picasa


Og svo hjalpadi Skarpi Hrefnu og Per ad spila minigolf.... Posted by Picasa