Monday, August 08, 2005

Ég er orðinn 13 mánaða!



Í dag er ég eins árs og eins mánaða gamall. Og hér á myndinni er ég með uppáhaldssvipinn minn um þessar mundir - andlitið ein gretta !.... :-) Ég hef lært að ég fæ alltaf svo mikil viðbrögð við þessum svip, allir í kring fara alltaf að hlægja að mér - þannig að ég nota hann óspart.

Annars er ég alltaf jafn hress og kátur bara. Farinn að borða flestallan mat með tönnunum mínum fjórum, en mér finnst fiskur og fiskabollur sérstaklega góðar. Og ávextir líka. Það þarf að stoppa mig af ef ég kemst í rúsínuboxið til dæmis....

Ég sef núna bara 1 sinni á dag, í 1 1/2 tíma um hádegið, hætti með seinni lúrinn á Íslandi. Svo fer ég að sofa um kl. 21 á kvöldin, og vakna um 8 - 9 leytið. Mér finnst mjög gaman í baði eða sundi - elska að sulla - og svo er svaka gaman bara að vera úti, ég tala nú ekki um ef það eru aðrir krakkar úti, þá held ég að ég sé stór strákur og vill bara hlaupa á eftir þeim.... Ég fer oft út að labba, það finnst mér frábært - reyni stundum bara að hlaupa í burtu og útí buskann (!) Svo er gaman að fara útá róló, þar er skemmtilegt að róla eða t.d. renna í rennibrautinni. Svo er líka alltaf gaman að moka í sandkassanum mínum bara útí garði heima. Skemmtilegast er samt að hitta aðra krakka og fylgjast með þeim, sérstaklega aðeins eldri sem geta aðeins meira en ég....

Það er aðeins að koma í ljós að ég hef Skap.... fer stundum að orga ef ég fæ ekki það sem ég vil... En yfirleitt fæ ég það sem ég vil, sérstaklega hjá pabba, sem ég vef um fingur mér (bókstaflega) og teymi útum allt...

1 Comments:

Blogger Erla said...

Það er svo fyndið að nákvæmlega svona gæti ég lýst Veru! Eru greinilega á sama stigi lífsins!! Nema hvað að hún er löngu komin með SKAP... - og jú - er með 8 tennur!! ;)

1:02 am  

Post a Comment

<< Home