Við fórum í grillveislu hjá mömmuhópnum mínum í gær, heima hjá Mariellu (lengst til hægri á myndinni), og nú fengu pabbarnir líka að vera með, í fyrsta skiptið. Þetta var rosalega gaman - og maturinn hrikalega góður. Nú eru mömmurnar flestar hverjar farnar að vinna - eða að fara að byrja að vinna, svo við hittumst ekki svo oft allar saman lengur. En 6 af krökkunum verða á sama leikskóla og Skarphéðinn, svo þau hittum við allavega. Krakkarnir skemmtu sér líka mjög vel, hlaupandi um og á fullu langt fram eftir kvöldi. Gaman að sjá hvað öll börnin eru orðin stór og dugleg - og Yndisleg !!! :-)
Fleiri myndir má sjá hér.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home