Monday, August 29, 2005

Skarphéðinn leikskólastrákur!


Skarphéðinn fór í fyrsta skiptið í leikskólann í dag ! Stóri strákurinn. Fór með mömmu og stoppaði í klukkutíma. Það voru 2 önnur börn að byrja líka, þær Julia og Ängla (einsog kvenkyns engill; Engla), og þau léku sér "saman" = skiptust á að rífa dót af hvort öðru. Skarphéðni fannst þetta bara mjög gaman, en mest spennandi var hliðið fram á gang, sem hann hékk í lon og don: Opna.... og loka.... opna...loka-opna-loka.... hmm. Fóstran sagði við hann þegar við fórum heim: Hlakkarðu ekki til að koma aftur á morgun og leika við krakkana - og hliðið....?

Fyrstu dagana stoppum við þarna bara í klukkutíma á dag (2 tíma í lok vikunnar), og það er ekki fyrr en í næstu viku sem hann prófar að vera einn. En síðan á hann að vera þarna 3 daga í viku í vetur, 6 tíma í senn. Á deildinni hans; Myrorna (maurarnir) verða 15 börn og 3 fóstrur, en alls eru 3 deildir á leikskólanum; Humlur (býflugur) og Nyckelpigor (maríuhænur) - fyrir utan maurana... Eintómar pöddur semsagt.




0 Comments:

Post a Comment

<< Home