Wednesday, February 28, 2007

Mynd dagsins....


.... Er af Skarpéðni þar sem hann er að baka köku handa ömmu Ellen sem er að koma í dag og stoppar fram á sunnudag. Er látinn borða banana svo allt deigið verði ekki étið....

Annars er hann búinn að vera veikur heima núna með hósta og hita í á 9. dag... (!) Og er að verða vitlaus á heimaverunni, klifrandi á veggjunum liggur við.... en er nú að hressast og fer á leikskólann á morgun.

Saturday, February 24, 2007

Prjón

Við Skarphéðinn erum alltaf að prjóna eitthvað.... :-)




















Vestfirsk hyrna























Lopainniskór....

Sunday, February 18, 2007

Dega









Skarphéðinn er mjög hrifinn af því að leira þessa dagana. Dega, dega, biður hann um, sem þýðir semsagt að leira á sænsku (greinilega). Flestir litirnir eru löngu komnir í eina brúna slummu, því öllum litum er alltaf slengt saman og kreist og leirað útí eitt..... Meiri kraftur en lagni er lykilorðið hér...

Farið að birta



Nú er loksins farið að birta aftur, og ekki eins kalt úti ("bara" um 0 gráður). Skarphéðinn er alltaf úti bæði fyrir og eftir hádegi á leikskólanum, og fer stundum líka útá róló með mömmu á leiðinni heim.

Hann elskar svona pinna eða spýtur, er endalaust að draga þetta heim....

Saturday, February 17, 2007

Bloggheimar

Það spretta upp blogg hægri og vinstri, og það er gaman er að surfa um bloggheima og hnýsast. Hér er einn eldhress 93ja ára bloggari (aldrei of seint að byrja), og hér er einn sem hætti að blogga því hann varð ástfanginn (!!!). Svo eru líka blogg um erfiðar aðstæður, einsog bloggið hennar Ástu Lovísu, einstæðrar móður að berjast við krabbamein, eða blogg þessarar mömmu sem á litla stelpu með krabbamein..... úff.

Hér er læknir sem er með mat á heilanum, hér eitt íslenskt prjónablogg, og hér er ein sem teiknar....
Jamm, af nógu er að taka í bloggheimum.

Monday, February 05, 2007

Mínífrí

Hér má sjá myndir frá ævintýrum helgarinnar....
En við fórum semsagt í 4ra daga ferð til Danmerkur, mjög gaman.