Sunday, February 18, 2007

Dega









Skarphéðinn er mjög hrifinn af því að leira þessa dagana. Dega, dega, biður hann um, sem þýðir semsagt að leira á sænsku (greinilega). Flestir litirnir eru löngu komnir í eina brúna slummu, því öllum litum er alltaf slengt saman og kreist og leirað útí eitt..... Meiri kraftur en lagni er lykilorðið hér...

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sætur leirkall ;)

Vera leirar næstum því á hverjum degi á leikskólanum svo hún er ekki eins mikið í því heima. Þar er búinn til leir á hverjum morgni úr hveiti og vatni og einhverju... og svo litaður einhvern veginn flott á litinn með matarlit.

En kannski leirar hún einmitt ekki svo mikið heima einmitt af því að leirinn hennar er orðinn brún hörð klessa... þarf að athuga þetta!
E

11:26 am  

Post a Comment

<< Home