Sunday, January 07, 2007

Afmæli Hrefnu




















Skarphéðinn gaf Hrefnu 18 bleikar rósir í tilefni áranna 18.


















Afmælisbarnið var vakið með afmælissöng og köku að sænskum sið.

















Þegar Hrefna var búin að blása á kertin á kökunni þurfti Skarphéðinn að gera það nokkru sinnum líka..... Sjáiði bitann sem vantar í tertuna? Mamman sneri sér aaaaðeins undan og þá fékk sér Skarphéðinn semsagt smá smakk. Áður en kakan var afhent/ veislan byrjaði.

















Hrefna fékk ýmislegt í afmælisgjöf, m.a. bol frá mömmu með Warholiseruðum myndum af henni sjálfri á. Að breyta myndum þannig er t.d. hægt að gera á einfaldan hátt á www. bighugelabs.com. Svo prentað út á svona pappír sem hægt er að strauja myndina af á bol. Á þessari síðu er hægt að ýmislegt fleira skemmtilegt með myndunum sínum, t.d. búa til almanök (Hrefna fékk svoleiðis líka :-)), "kvikmyndapóster" o.fl.
(Takk fyrir ábendinguna um síðuna Ragga og Bergur !)

Um kvöldið hittu þau Hrefna og Per nokkra vini sína - og fóru svo í bæinn á einhvern stað með 18 ára aldurstakmark....

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elsku frænkan okkar!

Hjödda og co á horninu í Skerjó

3:57 pm  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert svo mikil listakona Halldóra!! Ef einhver bendir á eitthvað flott handgert listaverk heima hjá mér þá er það bókað eftir þig! - kertastjakar, hekluð snjókorn, Veru-bolurinn... og svo mætti áfram telja! Stelpurnar eru farnar að segja: "Er þetta líka eftir Halldóru?"!!! hehe

Meira - meira - meira!
Luv,
E

1:19 pm  

Post a Comment

<< Home