Friday, December 29, 2006

Hvað er að vera Íslendingur?

Hallgrímur Helgason er með svör við því, rakst ég á í gömlu Fréttablaði á netinu.....
Ýmislegt til í þessu, en umfram allt er það fyndið ;-)

Að efast stöðugt um að maður vilji búa á Íslandi.
Að vera viðbúinn öllu, jafnvel eldgosi í garðinum.
Að sætta sig aldrei við veðrið.
Að sætta sig alltaf við verðið.
Að vera frekar byggja nýtt en varðveita gamalt.
Að fara aldrei í lengri mótmælagöngur en inn á klósett.
Að hætta að hvetja landsliðið um leið og það fær á sig mark.
Að bíða aldrei óbölvandi í röð.
Að búa í „Íslendinganýlendu“ erlendis en líta „nýbúagettó“ hornauga.
Að eiga alltaf „það nýjasta“.
Að vantreysta menntuðu fólki.
Að líta niður á heimsfrægt fólk.
Að vorkenna fólki af öðru þjóðerni fyrir að vera af öðru þjóðerni.
Að sýna drukknu fólki tillitssemi.
Að vera frjálslyndur gagnvart frávikum mannlífsins.
Að upphefja einbúa og skringimenn.
Að telja vinargreiða ekki til spillingar.
Að dást að yfirmönnum með yfirgang.
Að fyrirgefa hátt settum karlmönnum allt nema leiðindi.
Að taka ekki mark á konum yfir fertugu.
Að trúa á íslenska lagið í Eurovision allt til loka talningar.
Að halda ræður í afmælum.
Að reyna að hnoða saman vísu.
Að ganga á sokkaleistum innandyra.
Að fara á inniskóm út á lífið.
Að svara persónulegum tölvupóstum í vinnutíma.
Að enda illt umtal með hrósi: „Eins og þetta er nú fín stelpa.“
Að kunna að forðast óvini í margmenni.
Að ræða við óvin í bróðerni sé ekki undan honum komist.
Að lækka í sjónvarpinu þegar gestir koma.
Að vera stoltur af því hversu bíllinn er mikið keyrður.
Að gorta sig af hraðakstri milli landshluta.
Að geta alltaf séð bílinn sinn úr stofuglugganum.
Að hlýða ekki skiltum sem á stendur „LOKAГ.
Að bera virðingu fyrir góðum sögumönnum.
Að koma lífi sínu á prent.
Að skipta partýum í karlahorn og kvennahorn.
Að kynna sig í miðju samtali.
Að spjalla áfram frammi í anddyri eftir að formlegri kveðju er lokið.
Að gefa sig á tal við ókunnuga landa í útlöndum.
Að breyta um karakter um leið og komið er út úr landhelgi.
Að vera ein stór fjölskylda.
Að hefja daginn á því að kveðja þá landa sem létust í gær.


Eða hvað finnst ykkur....? Einhverjar hugmyndir...?

2 Comments:

Blogger Erla said...

Já, mikið til í þessu, og þetta er auðvitað fyndin lesning. Ég gæti bætt slatta við eins og að:

- Fara í mínípilsum á djammið í hvernig veðri sem er (aka klæða sig ekki eftir veðri)
- "Það reddast" syndrómið
- tala vel um landið í útlöndum en illa um það heima
- taka lán fyrir óþarfa
- svekkja sig hátt yfir sífelldri hækkun á bensínlítranum en fylla bílinn svo jafnvel á dýrasta staðnum
...

á ég að halda áfram?!

Íslendingar eru jú spes, og margbrotið þjóðfélag sem veit oft ekki í hvorn fótinn það á að stíga... - sem getur verið fönn en líka svoldið bilað! :S
E

10:56 am  
Blogger Begga said...

Svo fyndið... og svo satt ! Fékk einstaklega mörg "aha" móment við lesturinn....
P.s.
Fékk sem jólabók "Happy Hooker" (sem er heklubók) þannig að ég kem tilbúin til hekl-frelsunar á næsta hannyrðafund.
Gleðilega hátíð !

2:16 pm  

Post a Comment

<< Home