Lúsíuhátíð
Lúsíuhátíðin í Svíþjóð er semsagt í dag 13. des., og í gær var þetta haldið hátíðlegt í leikskólanum hans Skarphéðins. Santa lucia er kaþólskur dýrlingur, og af einhverjum merkilegum ástæðum hefur þetta dæmi skotið mjög föstum rótum í Svíþjóð, er stór hátíð. Fyrir mörgum er þetta upphaf jólahaldsins, og einnig boðberi ljóssins, þ.e. að daginn fer að lengja aftur. Venjulega er það ein lúsía sem gengur fremst í hvítum búning með rauðan mittisborða og kerti á höfðinu, en hérna á leikskólanum voru sko margar lúsíur - eiginlega allar stelpurnar.... ;-) "Þernurnar" ganga svo á eftir lúsíunni með kerti í hönd (hér batterídrifin kerti), og svo stjärngossar (stjörnustrákar). En hér voru flestir strákarnir í jólasveinabúning, nokkrir í piparkökukallabúning. Þetta er soldið einsog litlu jólin heima, og allir foreldrar (og margar ömmur og afar) koma að sjá börnin sín í þessu. Mjög hátíðlegt og flott.
Krakkarnir komu syngjandi Santa lúsía, og stilltu sér svo upp og sungu jólalög. Allir voru mjög duglegir (nema einn strákur sem var alveg í pati og kallaði Dumma mamma ! allan tímann.... (sem betur fer ekki Skarpi)), og allir stóðu stilltir og enginn hljóp til mömmu eða pabba.
Mogginn er greinilega líka með þetta á hreinu; sjá hér.
Þetta var haldið úti, og hér kemur hersingin út, syngjandi Santa lucia, myndatökur og flass frá ca. 50 foreldrum, einsog súpermegakvikmyndastjörnur séu að stíga á svið.... ;-)
Það glittir í Skarphéðinn þarna á bakvið lúsíuna vinstra megin (maður sá sko varla af hverju maður var að taka myndir - hélt myndavélinni bara á lofti og smellti - á milli þess sem ég gægðist í gegnum foreldramergðina). En Skarphéðinn var sá eini sem ekki var í búning....! (Allir foreldrarnir hafa örugglega hugsað sem svo að þessir Íslendingar fatti ekki neitt!). Við vorum búin að kaupa jólasveinaföt sérstaklega fyrir þetta, extra stór sem hann kemst í yfir útifötin (á sko önnur heima sem passa sem "innijólasveinaföt" - gott að vera við öllu búinn). En svo héngu þau bara í fatahenginu í poka, fóstrurnar höfðu ekki "fundið" eða "fattað að hann væri með" þau.....?????!!!?? Var skýringin sem var gefin. Mjög leiðinlegt, en hann fattaði þetta líklegast ekkert sjálfur, og var allavega með jólasveinahúfuna fínu ;-).
Svo fengu allir kaffi eða djús og piparkökur og lussebullar á eftir, Mmmmm....
1 Comments:
Gvuð - þið eruð öll svo ólík eitthvað! Ef þið spáið í því...
En voða sæt ;)
E
Post a Comment
<< Home