Monday, December 04, 2006

Piparkökubakstur!




















Nú er Skarphéðinn orðinn svo stór, að hann er farinn að panta piparkökubakstur sjálfur: "Bakapikaköku - bakapikaköku" ;-). Gaman að því !! Þegar hann er orðinn svona sjálfstæður og ákveðinn ungur maður, og farinn að upplifa jólin og hafa gaman af öllu sem því fylgir. Svo við fórum útí búð og keyptum piparkökudeg (sem er jú alveg brilljant uppfinning), og bökuðum nokkrar piparkökur - undir bullandi jólamúsík af Létt Bylgjunni í beinni á netinu. Fórum svo í heimsókn til Rúnu Lóu (eða Róu einsog Skarphéðinn segir) vinkonu hans Skarpa með nokkrar piparkökur.

Svo erum við líka búin að drösla öllu jóladótinu niður ofan úr geymslu, og komin jóla- eða aðventuljós í annan hvern glugga - liggur við. Sáum að þetta mátti bara alls ekki bíða lengur þegar allir í götunni voru komnir með jóladót og ljós all over - nema við og múslímarnir á horninu....
Enda kominn fyrsti í aðventu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home