Hættur að sofa úti í vagni!!!
Jæja, þá er Skarphéðinn orðinn stóri strákurinn.... Hættur að sofa útí vagni á daginn á leikskólanum. Og ástæðan; hann er orðinn svo stór (enda 2ja ára og 4ra mánaða) að hann kemst varla fyrir í vaginum!
Á mánudaginn var orðið svo kalt að hann fór í fyrsta skiptið í úlpunni út á leikskóla (hefur hingað til bara verið í flíspeysu og þunnum jakka), og þá var hann bara svo dúðaður eitthvað að það hefði verið erfitt að festa vagnebeislið á hann ! Þannig að hann byrjaði þá að sofa inni með hinum krökkunum, sem hafa gert það frá í haust. Það var nú aðallega bara sérviska í mömmunni að heimta að láta hann sofa úti ennþá "af því það er svo gott fyrir börnin". Pabbinn spurði á hverjum morgni; "Eigum við ekki að fara að láta hann sofa inni með honum krökkunum? Í hlýjunni og svona." En mamman hélt nú ekki, það er sko ekki gert á Íslandi. "En heldurðu ekki að honum finnist hann vera útundan að sofa einn úti, og verði svo bara strítt á því ?" hélt pabbinn áfram." Mamman hló nú bara að þessu.
En nú er Skarphéðinn semsagt hættur að sofa úti í vagninum - nema um helgar þegar hann er heima, þá látum við hann í vagninn óbundinn, fylgjumst bara vel með honum.
En drengurinn var sko ekki á því að leggja sig inni á leikskólanum fyrstu skiptin. Fyrsta daginn neitaði hann algjörlega að leggjast á dýnuna eins og hinir krakkarnir, og það endaði með því að hann fékk smá lúr í vagninum sínum, inni, frammi á gangi. Næsta dag vildi hann heldur ekki sofa inni, en fékkst þó að sitja á hnjánum á henni Petru fóstru, og sofnaði þá í fanginu á henni. En daginn eftir það fékkst hann til að leggja sig og sofnaði smá stund á dýnunni með hinum ormunum.... Og þetta mun svo líklegast ganga vel héðan í frá.
Önnur saga er svo að hann er næstum því að verða of stór til að leggja sig á daginn yfir höfuð. Því hann liggur og byltir sér í klukkutíma á kvöldin og getur ekki sofnað einsog áður - er bara ekki svo þreyttur. Lúrnum að deginum til er semsagt aaaaðeins ofaukið. Þó hann fái bara að sofa í 30 -45 mín núna á daginn. Þannig að hann sofnar seint á kvöldin, og er þá þreyttur á morgnana líka þegar hann á að vakna og fara í leikskólann. En hann er samt of lítill til að sleppa því alveg að leggja sig á daginn, því þá myndi hann nú bara sofna oní kvöldmatinn.
1 Comments:
LOL ég er ekki hissa að hann komist ekki fyrir í vaginum fyrst hann er orðinn vel rúmlega tveggja vetra! Það eru væntanlega fáar vaginur sem ráða við slíka stærð...
LOL
Bestu kveðjur til þín og þinna þarna í Svíaríki frá Önnu Kristínu. Ég hef stundum kíkt á síðuna þína, komst inn af síðu Hjöddu. Ha det!
Post a Comment
<< Home