Lífið er skrítið....
Já, lífið er skrítið. Við erum búin að hugsa mikið um Filip og þetta vespuslys, og lífið og dauðann og allt þar á milli. Hver stund sem ég (Halldóra) er ekki upptekin við eitthvað kemur Fille eins og hann var kallaður, ósjálfrátt upp í hugann, og hvað foreldrar hans og fjölskylda eru að ganga í gegnum núna, o.s.frv.
Vallentuna kirkjan var opin sólarhringana á eftir og það var hægt að koma þangað og kveikja á kerti við mynd af Filip, og svo var minningarguðþjónusta fyrir unglingana á laugardagskvöldið. Við Hrefna fórum bæði í kirkjuna og með blóm og kerti á slysstaðinn kvöldið eftir. Hann lýsti langar leiðir í myrkrinu, því það voru svo margir búnir að koma með kerti (örugglega yfir 100 kerti!) og svo var búið að leggja heilt fjall af blómum þar. Og svo voru krakkar og fólk sem bara stóðu þar eða sátu og þögðu.
Eftir helgina var strax komið lag útá netið sem vinur hans hafði samið og rappað; "Ripfille", eða Rest in peace Fille. Ég kann bara ekki að setja það hér inná bloggið...
DN skrifaði líka um slysið.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home