Á hestbaki!
Skarphéðinn litla hetjan fór á hestbak í dag. Var alveg ákveðinn í að það væri það sem hann vildi gera í 4H-garðinum (húsdýragarðinum) sem við heimsóttum. Svo við stóðum þolinmóð í röð og mátuðum hjálma og svoleiðis þangað til röðin kom að okkur.
Þegar til kom var það pony-inn Solsken (sólskin) sem Skarphéðinn fékk að tölta einn hring á. Og eiginlega, þegar til kom, var Skarpi litli alveg að s.... á sig af hræðslu....
.... og heimtaði að fá að fara af baki, og vildi svo teyma hestinn sjálfur "kan själv" eitthvað útí móa....
En fékkst svo fyrir rest til að fara aftur á bak og klára hringinn :-). Var síðan mjög ánægður með sig, og talaði mikið um hestinn þann daginn. Það fyrsta sem hann sagði eftir miðdagslúrinn sinn var Hettin, Hettin... = Hesturin, hesturinn...
1 Comments:
Vá - þvílíka upplifunin fyrir litla guttann!
E
Post a Comment
<< Home