Tuesday, November 14, 2006

Við erum víst umhverfisvæn

















Þessar umbúðir eru gott dæmi um góða markaðssetningu.... Mamman bara búin að kaupa hálfa framleiðslulínuna hjá hippafyrirtækinu Saltå kvarn. sem er í Järna, hippabæ Svíþjóðar. Af lífrænum baunum (!) Því pakkarnir eru svo glaðlegir og skemmtilegir!!!
Þetta fyrirtæki byrjaði sem lífrænt bakarí fyrir löngu, keypti síðan gömlu hveitimölunarmyllu bæjarins og fór að mala eigið hveiti og korn til að selja og baka úr. Kornið er malað á gamaldagshátt á steini, brauðið er hnoðað í höndunum, og ofnarnir hitaðir með birkitrjám, en aðallega með hafrahýði!!! Sem kemur algjörlega í staðinn fyrir olíu og rafmagn hjá þeim, og lækkar koltvísýringslosun um 2 tonn á ári.
Vá, umhverfisvænt eða hvað.

Ég hef oft keypt lífrænt brauð frá þeim (sem er nammi gott), og farið á bakaríið/kaffihúsið þeirra ef ég á leið um Järna. Mottóið þeirra er: "Af því sem náttúran gefur. Einungis."
Svo hef ég líka oft farið í kaffihúsið í Kulturhúsinu þar, allt líka útúr lífrænt í gegn þar.

Svo eru þau semsagt komin útí baunasölu líka. Og það er nú aldeilis gott að vita af þessari allri hollustu inní skáp heima hjá sér, lífrænt ræktað og Krav merkt og ég veit ekki hvað. Það má taka þetta fram reglulega og horfa á litina og hugsa um alla hollustuna, og umhverfisvitundina á bakvið þetta allt, sem er nú aldeilis gott að einhver er að hugsa um á þessum síðustu og verstu.
Og svo jafnvel elda eitthvað gott úr þessu ;-)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

vá ég vildi að ég hugsaði svona....ég kann svo ekki að hugsa um umhverfið á þennan hátt.

Hei, enda þú með doktorspróf í svona hugsunarhætti þannig það er ekki hægt að bera sig saman við þig hehe... nei, segi svona!
E

12:28 pm  

Post a Comment

<< Home