Saturday, January 06, 2007

Hrefna 18 ára !

Já, svo ótrúlegt sem það virðist, að þá er hún Hrefna okkar 18 ára í dag 6. janúar !!!
Litla daman. Er semsagt ekki svo lítil lengur. Jeminn eini. Hvernig getur þetta staðist?

18 ára afmælisdagurinn þykir mjög stór dagur hér í Svíþjóð. Í fyrsta lagi verður maður sjálfráða 18 ára, fær að taka bílpróf, og síðast en ekki síst; kemst inná pöbbana, og má panta sér léttöl !!

18 ára afmælisdagurinn er oft þannig að afmælisbarnið býður vinum mínum í smá partý, svo þegar líður á kvöldið fer afmælisbarnið og þeir vinir sem eru orðnir 18 ára á einhvern bar til að 1) fara í fyrsta skipti á barinn og 2) panta fyrsta léttölinn. En þeir sem ekki eru orðnir 18 ára fara bara heim (!) Sem hlýtur að vera hálf....fúlt.














En hér er afmælisbarn dagsins bara 2ja ára, dansandi á Rauðarárstígnum. Þar átti hún heima frá 2ja ára aldri fyrst með mömmu, og svo með Frey líka frá því hún var 5 ára.
Þegar hún var 9 ára fluttum við svo til Svíþjóðar, þar sem við búum enn.





















6 ára engill með pappírsvængi.






















7 ára, í eldhúsinu á Rauðarárstíg.















8 ára með Frey, á ferðalagi í Köben.



Já það er erfitt að skilja hvernig þetta (með 18 árin) hefur gerst, og hvert allur tíminn hefur farið..... Að litla mömmustelpan, er bara orðin, já stærri (og frekari) en hún mamma gamla.

En eitt er víst, við höfum haft mjög gaman í gegnum öll þessi ár. Nema kannski þegar greyið var með unglingaveikina, og byrjaði að reykja og piercaði sig og allt það, en tölum ekki meir um það :-). Nú er hún allavega hætt að reykja (húrra fyrir því!), en það eru reyndar enn nokkur piercing göt sjáanleg á henni.

Hún var jú prinsessan og einkabarnið á heimilinu í mörg ár, en það er heldur betur breytt.... Hún er búin að eignast 5 hálfsystkini, og eitt bónushálfsystkin hjá konu pabba síns ! Já, hún á þrjá litla hálfbræður í gegnum pabba sinn sem enn búa á eyjunni Oaxen með mömmu sinni, og svo náttúrulega Skarphéðinn sem er 2.5 ára. Nýja konan pabba hennar á einn 4ra ára strák = bónushálfbróðir, og svo voru þau (hún og Birgir pabbi Hrefnu) að eignast dóttur nýlega. Þau búa í Järna hérna sunnan við Stokkhólm, þar sem Birgir hefur búið í 9 ár.
(Flókið!?!) En það verður allavega fjör í fjölskylduboðum hjá Hrefnu í framtíðinni..... :-)















Hér er pían orðin 10 ára, og flutt til Svíþjóðar.























15 ára með Skarphéðinn litla bró, soldið unglingaveik....
















Jólin 2005, Skarphéðinn 1.5 ára, Hrefna að verða 17 ára.

Helstu kostir Hrefnu er að hún er alltaf í svo góðu skapi, þannig að það er alltaf gaman að hitta hana eða gera eitthvað með henni. Hún er mjög nægjusöm þessi elska, alls ekki dýr í rekstri - ég tala nú ekki um þegar hún hætti að henda peningunum í sígarettur. Núna um jólin fengu allir svaka jólagjafir frá henni, því henni fannst hún vera svo rík - búin að "spara alla sígarettupeningana". En hún fær peninga frá ríkinu á meðan hún er í skóla, eða um 13.000 Iskr./mán, og það dugir langt. Mamman fer reyndar stundum með í fatabúðirnar, og fær oft símtöl frá dömunni sem byrja með löngum formála; Sko, ég er hérna í H&M, og þú manst hvernig allar buxur sem ég á eru svo ómögulegar, og ég er sko að fara að hitta krakkana um helgina, og eiginlega passar ekkert við fjólubláa toppinn minn, og það er hérna svona tilboð í gangi..... ertu til í að styrkja mig um x krónur fyrir þessum buxum?
















Hrefna kynntist honum Per sínum í des 2004, þannig að þau eru búin að vera saman í 2 ár (!), og eru nánast enn samvaxin á hliðunum. Fara enn saman út með ruslið og eru stundum einsog ein manneskja liggur við....! Hann er mjög fínn strákur, er mikið í tölvuspiladeildinni, og í því að hlaða niður myndum af netinu o.s.frv. þið skiljið. Það er notaleg viðbót að hafa fengið hann í kaupbæti inn í fjölskylduna, nú getur maður loksins spilað fjölskylduspil í liðum.... :-)
Þau Hrefna og Per eru í sama menntaskóla; Täby enskilda gymnasium, og gengur bara mjög vel. Per býr hjá pabba sínum, og þar dvelja þau turtildúfurnar Hrefna og Per ansi mikið. Hafa efri hæðina útaf fyrir sig, og þar er eldaður fínn matur ofaní þau á hverju kvöldi, ekkert verið að tuða of mikið um tiltekt, enginn smákrakki að trufla o.s.frv. Þannig að þið sjáið að það er erfitt að keppa við þetta.... :-)


















Hér erum við Hrefna á gamlárskvöldinu síðasta, 2006, vika í 18 ára afmælið. Unglingaveikin löngu farin, mamman og Hrefna góðar vinkonur sem fara á kaffihús og eyða peningum saman, Jú jú við rífumst oft, um tiltekt t.d. (þið ættuð að sjá herbergið hennar ! - hvaða unglingamóðir hefur ekki sagt svona ;-)) og um hvaða dvd mynd á að taka, og hvort það á að vera íslenskur texti eða ekki á dvd myndunum Hrefna vill hafa sænska, já ég veit, þetta er hrikalegt, við erum greinilega búin að vera of lengi í Svíþjóð.......

Og það er ágætis samvinna í gangi. Hrefna photoshoppar myndirnar hennar mömmu fyrir framköllun (hvítari tennur, minni hrukkur), passar Skarphéðinn litla bró stundum, mamman og veskið fara með Hrefnu á kaffihúe eða í fatabúðirnar. Og Freyr les verkefnin hennar í skólanum yfir - og spyr síðan hvaða einkunn fengum við....?

Það er hefur alltaf verið inní myndinni (þannig lagað) að flytja aftur heim til Íslands, sá dagur hlýtur að koma fyrr eða síðar, þó það sé mjög ljúft að vera hérna í Svíþjóð. Stærsta vandamálið er að Hrefna fylgir líklegast ekki með þangað (ca. 2 ár síðan hún fór að koma með svoleiðis yfirlýsingar!) - og þó hún sé stór stelpa getur mömmuhjartað varla hugsað þá hugsun til enda.....

En það eru vandamál morgundagsins - ennþá allavega.
Hér eru nokkrar myndir af dömunni í gegnum tíðina, í tilefni þessa merka áfanga.

3 Comments:

Blogger Erla said...

Ég er heldur ekki að ná því hvað litla frænka mín er orðin stór! Og sæt og flott og klár og æðisleg.

Skemmtileg yfirferð um dömuna, bæði í máli og myndum!
Erla stór frænka - sem var nú dugleg að passa af og til þegar hún var lítil mús...

10:54 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elsku fjölskylda
Þessi kveðja kemur svolítið seint og kannski lesið þið hana aldrei en alla veganna innilega til hamingju með Hrefnu,litla sólargeislanum hennar mömmu sinnar sem varð svo allt í einu svona stór í Svíþjóð. Það var svoldið erfitt fyrir okkur hér heima að fylgja eftir öllum þessum þroska en mikið er hún nú vel heppnaður einstaklingur!!!!!! þetta er fallegur annáll hjá ykkur maður kemst bara við.....og svo var nú ekki verra að fá þessa gulrót í endann, þ.e. að flutningur til baka til Fróns sé enn uppi á borðinu!!!!
kærar kveðjur úr myrkrinu

7:48 pm  
Blogger Halldóra said...

Jú jú, öll komment eru lesin, þau koma nefnilega líka til mín í pósti.... :-)

Kærar þakkir fyrir öll fallegu orðin um hana Hrefnu mína !

Stolta mamman.

10:06 am  

Post a Comment

<< Home