Minna drasl
Ég (Halldóra) las einhvers staðar um fólk sem ofbauð svo þetta endalausa kaupæði á öllum, þar sem maður er alltaf að kaupa einhvern óþarfa. Sem svo endar bara á haugunum fyrir rest......
Þetta fólk ætlaði að reyna að kaupa enga nýja hluti (bara notaða) í eitt ár, fyrir utan mat. Aðallega af umhverfisverndarsjónarmiði. En myndu þá spara peninga í leiðinni, og minnka hauginn af drasli heima hjá sér. Mér fannst þetta góð hugmynd, og ákvað að reyna að hugsa mig vel um áður en ég keypti hvern hlut, og spyrja mig hvort ég virkilega þyrfti á þessu að halda - og helst sleppa því að kaupa fleiri hluti - maður á jú allt fullt af öllu.
Þetta entist alveg í heilan dag hjá mér, eða þangað til við Skarpi vorum í búð uppí Vallentuna sem m.a. selur dýr - einsog þennan fíl (vinstra megin á myndinni). Skarphéðinn eyddi miklum tima í að sannfæra mig um mikilvægi þess að taka þennan fíl með heim og að hann væri s.s. algjörlega ómissandi.
Það liggur við að ég trúi honum, því hann hefur ekki sleppt af honum hendinni síðan hann eignaðist hann....
En ég er ekki hætt - er ákveðin í að reyna að minnka draslkaup.
3 Comments:
Já, að kaupa óþarfa já...úff hvað það er til mikið að dóti og drasli í þessum heimi. En það skrýtna er kannski hvað það veitir manni mikla (skammtíma - reyndar) hamingju.
Og kannski óhamingju líka ef út í það er spáð - móral yfir peningaeyðslu, umhverfisdrasli og einmitt af hverju maður er að eyða í eitthvað drasl frekar en að gefa til góðgerðarmála.
En ég styð samt svona smádraslakaup - því það fullnægir oft þörf manns til að kaupa "eitthvað" (það virðast allir og þá sérstaklega konur hafa þá þörf!) og kemur oft í veg fyrir að maður sé að kaupa eitthvað stórt og dýrt!
Og þetta var speki daxins... :S
E
elsku Halldóra
eins og talað frá mínu brjósti......við erum alltaf að þjóna einhverjum gerviþörfum í kaupæði okkar.....mér tókst ekki einu sinni að láta "kaupumekkert" daginn líða án þess að fara út í búð..........'
En hvað Skarphéðinn er annars orðinn stór og myndarlegur!!!!!!
bestu kveðjur
Styð þig í þessum áformum.
Less is more.
Hjödda
Post a Comment
<< Home