Wednesday, November 30, 2005

Laxness er kominn yfir hafið


Ég (Halldóra) er nýbúin að fá sendingu frá Íslandi. Nokkrir hlutir úr íbúðinni mömmu og pabba sem er búið að selja núna, smá arfur semsagt.

Mér finnst þetta svakalega skrítið, hvernig "allt" er allt í einu bara búið og eftir standa nokkrir hlutir í kassa.... Heimili mömmu og pabba, og minn samastaður á Íslandi ekki lengur til, og bæði pabbi og mamma dáin - á einu ári.
Ótrúlega skrítið, sárt, glatað, ömurlegt og ÖMURLEGT....!!!!

Ég hugsa um þetta á hverjum degi. Alltaf t.d. þegar ég er í vinnunni og er að vinna á labbanum (rannsóknastofunni) og þarf ekki að "nota" hausinn mikið. Um mömmu, pabba, íbúðina, alla hlutina, allar minningarnar, og ..... óteljandi hluti. Um síðustu heimsóknirnar til Íslands, samverustundirnar, hvernig allt gekk fyrir sig í lokin, o.fl. o.fl.

Þegar ég var á Íslandi í sumar, tók ég myndir af íbúðinni og öllum þessum málverkum og hlutum sem maður er búinn að hafa flesta hverja fyrir augunum alla sína tíð, og hafa verið eins konar fastur punktur í tilverunni. Bara svona til að eiga, því ég vissi að nú ætti þetta heimili eftir að leysast upp.

Þegar sendingin kom tók ég mér frí í vinnunni og var heima í rólegheitunum að pakka þessu upp - fellandi tár yfir öllu saman.... Hrikalega sorglegt allt saman! Að það er alltaf minna að sækja til Íslands, að Skarphéðinn eigi aldrei eftir að kynnast þeim.... og grilljón aðrir hlutir.

Í ofanálag er allt í steik hjá fjölskyldunni á Íslandi, bræðrum mínum, og enginn talar við neinn....!! Þeir eiga allir við stór vandamál að stríða: brjálað skap, athyglissýki, og alkohólisma, sem hjálpar nú ekki til.

En svona er lífið. Greinilega.


En það er allavega gaman að eiga einhverja hluti eftir þau mömmu og pabba.

Vænst þykir mér um Laxness bækurnar sem pabbi hélt svo mikið uppá, málverkin frá Keldudalnum í Dýrafirði og sparistellið sem pabbi keypti í Kaupmannahöfn þegar hann var þar í námi fyrir rúmlega hálfri öld og þau mamma voru trúlofuð. Það eru heklaðir dúkar eftir ömmu Stínu á milli allra diskanna til að rispa nú ekki rósamunstrið - ótrúlega flott!!

Margar minningar eru tengdar þessum diskum: Öll jól, margar veislur, afmæli, heimsóknir og fleira... Jafnvel líka bara þegar ég kom í heimsókn frá Sverige - þó það væri ekkert spes í matinn... :-). Mamma vildi jú hafa hlutina "almennilega".



Og svo heklaði ég frostrósir og hlustaði á Halldór Laxness lesa úr Paradísarheimt á netinu á www.ruv.is , og hélt áfram að vorkenna mér soldið.....

(það er hægt að hlusta á ýmsa þætti á Rúv- útvarpssöguna t.d. 2 vikur aftur í tímann).

Jólasveinninn er kominn og er að horfa á sjónvarpið inni í stofu.


Hrefna og stúfur kíkja saman á sjónvarpið.


Snjórinn er kominn!
Svo maður þarf að vera vel dúðaður úti núna.

Tuesday, November 29, 2005


Þetta má ég ALLS EKKI gera.... (því ég er svo mikil klaufi og get dottið!). Þess vegna er það svo spennandi og ég reyni að gera það ca. 100 sinnum á dag.... Stend svo sperrtur, glottandi þangað til einhver kemur hlaupandi með hjartað í brókunum....

.... Posted by Picasa


Svo sit ég stilltur í stólnum í ca. hálfa mínutu (eða þangað til mamma rétt snýr sér undan), og stend þá strax upp aftur....
prakkari jóns!

Sunday, November 27, 2005


.. Posted by Picasa


Guðrún Lóa (og Ragga mamma hennar) komu í smá kaffi til okkar um helgina, og þau Skarphéðinn tóku sig til og "vöskuðu" mikið og vel upp - eða þar til ekki var þurr þráður á þeim.... :-)
Svaka gaman.

Posted by Picasa

Friday, November 25, 2005


Smart.....



:-) Hi hi...

Thursday, November 17, 2005


Mömmuhópurinn (og einn heimavinnandi pabbi) kom með með börnin í kaffi/ leik til okkar í dag! Eða hluti af þeim. Þær mömmur sem ekki eru farnar að vinna, eða voru í fríi í dag. Og líka Jenny og Maria sem vinna hálfan daginn og komu eftir kl 14.30. Við Skarphéðinn erum yfirleitt í fríi á miðvikudögum.

Illa gekk að taka hópmynd af gríslingunum.... þau vildu auðvitað ekkert sitja kjurr í sófanum, heldur halda áfram að leika (og rífa og tæta) :-)
Frá vinstri: Tilde, Hugo, Elias, Olle, Skarphéðinn, Alva, Nea og Hilda.

Næsta miðvikudag ætlum við ekki að hittast heima hjá einhverjum, heldur hér í þessu "ævintýra/leiklandi": Nickis äventyrslek.



Allt á fullu!

Thursday, November 10, 2005


Skarphéðinn er samur við sig, alltaf á fullri ferð, er á við ca. 5 gríslinga... hi hi :-)

Monday, November 07, 2005



Við familían fórum semsagt í Parísarferð í haustfríinu í tilefni 40 ára afmæli Freys. Það var algjör draumur í dós !!!! Bæði túristast, slappað af, borðað úti og hangið á kaffihúsum..... Hér eru fleiri myndir frá ferðinni.

Posted by Picasa


Turtildúfur við Eiffel :-)


Freyr með Starkaði bróður sínum og Berki pabba þeirra.


Skarphéðinn menningarlegi á leið í Louvre safnið að skoða Mónu Lísu. Það er víst sagt að maður þurfi 9 mánuði ef maður ætlar að sjá allt í þessu safni, en við vorum bara í 1/2 dag þar..... :-)