Wednesday, November 30, 2005

Laxness er kominn yfir hafið


Ég (Halldóra) er nýbúin að fá sendingu frá Íslandi. Nokkrir hlutir úr íbúðinni mömmu og pabba sem er búið að selja núna, smá arfur semsagt.

Mér finnst þetta svakalega skrítið, hvernig "allt" er allt í einu bara búið og eftir standa nokkrir hlutir í kassa.... Heimili mömmu og pabba, og minn samastaður á Íslandi ekki lengur til, og bæði pabbi og mamma dáin - á einu ári.
Ótrúlega skrítið, sárt, glatað, ömurlegt og ÖMURLEGT....!!!!

Ég hugsa um þetta á hverjum degi. Alltaf t.d. þegar ég er í vinnunni og er að vinna á labbanum (rannsóknastofunni) og þarf ekki að "nota" hausinn mikið. Um mömmu, pabba, íbúðina, alla hlutina, allar minningarnar, og ..... óteljandi hluti. Um síðustu heimsóknirnar til Íslands, samverustundirnar, hvernig allt gekk fyrir sig í lokin, o.fl. o.fl.

Þegar ég var á Íslandi í sumar, tók ég myndir af íbúðinni og öllum þessum málverkum og hlutum sem maður er búinn að hafa flesta hverja fyrir augunum alla sína tíð, og hafa verið eins konar fastur punktur í tilverunni. Bara svona til að eiga, því ég vissi að nú ætti þetta heimili eftir að leysast upp.

Þegar sendingin kom tók ég mér frí í vinnunni og var heima í rólegheitunum að pakka þessu upp - fellandi tár yfir öllu saman.... Hrikalega sorglegt allt saman! Að það er alltaf minna að sækja til Íslands, að Skarphéðinn eigi aldrei eftir að kynnast þeim.... og grilljón aðrir hlutir.

Í ofanálag er allt í steik hjá fjölskyldunni á Íslandi, bræðrum mínum, og enginn talar við neinn....!! Þeir eiga allir við stór vandamál að stríða: brjálað skap, athyglissýki, og alkohólisma, sem hjálpar nú ekki til.

En svona er lífið. Greinilega.

1 Comments:

Blogger Erla said...

Þetta er svo fallegt dót. Og minningarnar ennþá fallegri í kringum það.

10:27 am  

Post a Comment

<< Home