Wednesday, November 30, 2005


En það er allavega gaman að eiga einhverja hluti eftir þau mömmu og pabba.

Vænst þykir mér um Laxness bækurnar sem pabbi hélt svo mikið uppá, málverkin frá Keldudalnum í Dýrafirði og sparistellið sem pabbi keypti í Kaupmannahöfn þegar hann var þar í námi fyrir rúmlega hálfri öld og þau mamma voru trúlofuð. Það eru heklaðir dúkar eftir ömmu Stínu á milli allra diskanna til að rispa nú ekki rósamunstrið - ótrúlega flott!!

Margar minningar eru tengdar þessum diskum: Öll jól, margar veislur, afmæli, heimsóknir og fleira... Jafnvel líka bara þegar ég kom í heimsókn frá Sverige - þó það væri ekkert spes í matinn... :-). Mamma vildi jú hafa hlutina "almennilega".

0 Comments:

Post a Comment

<< Home