Wednesday, May 30, 2007

Stúdentinn Per
















Já, Per er orðinn stúdent (og atvinnulaus einsog einhver bætti við!). Við Skarphéðinn létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta í þá veislu, en Freyr var staddur í Helsinki. Það var mjög gaman, Per litli allt í einu orðinn svo fullorðinn, svo fínn og "vel tilhafður", allir vinir hans mættu og nánasta fjölskylda og það var skálað í kampavíni og voða hátíðlegt og gaman.
Samt ekki of hátíðlegt sko, því allt í einu "hvarf veislan" og þá voru allir komnir upp á efri hæðina í herbergi Pers, því þau langaði til að leggjast aðeins og hvíla sig.....! Gestgjafamannasiðir voru kannski ekki á námskránni í þessum skóla - nei grín, en svona var bara stemmningin, kósí og ekki of hátíðleg.

Það eru ýmsar hefðir í sambandi við svona útskriftir hér, sumir fara t.d. eldsnemma í fínan morgunmat þar sem skálað er í kampavíni, svo er sjálf útskriftin, þar taka ættingjar og vinir á móti stúdentunum þegar þau ganga útúr skólanum, svo keyra þau um bæinn aftan á vörubíl, með skilti með mynd af sér síðan þau voru lítil. Og skálað á hverju götuhorni. Svo er veisla heima fyrir fjölskylduna seinni partinn, og svo partýstand með vinum fram eftir kveldi.




Friday, May 25, 2007

Hrefna sýnir í Kulturhuset

















Já eins og alþjóð vonandi veit, er hún Hrefna okkar svo dugleg í skólanum...... :-) Var ein af 17 úr 250 manna hóp sem komst áfram í hönnunarkeppni menntaskólanema um að gera plakat til að vekja athygli á verkefni sem heitir burtu með jarðsprengjur: Röj en mina. Posterinn hennar Hrefnu komst ekki í verðlaunasæti - enda kannski eins gott, fyrstu verðlaun voru ferð til lands með jarðsprengjuvandamál....! (þau eru hvort eð er súr).

Við fórum í Kulturhuset sem stendur við Sergelstorg niðrí bæ til að skoða sýninguna á þessum 17 plakötum, og fórum svo öll (og Emma vinkona Hrefnu líka) útað borða á Pizza Hut. Mjög gaman.
Okkur fannst plakatið hennar Hrefnu náttúrulega langflottast..... :-)




Thursday, May 24, 2007

Porto í Portúgal
















Halldóra fór í 5 daga ferð með vinnunni á ráðstefnu í borginni Porto í Portúgal.
Það var mjög fínt, maturinn góður; góður baccalao, gott portvín - og fín ráðstefna. Borgin er skemmtileg, fyrir utan hvað hún er niðurnídd. Elsti hluti hennar niður við árbakkan er á heimsarfslista Unesco, svo merkilegur þykir hann. Gamli hlutinn líkist Gamla stan í Stokkhólmi, nema hvað húsin eru enn ýktari (+niðurnídd), göturnar enn þrengri og brattari, auk þess sem mörg húsin eru flísalögð að utan (!).

Þarna voru mörg portvínshús, svo auðvitað fórum við og prófsmökkuðum - og tókum "sýni" með heim.








Sunday, May 13, 2007

Stuð og hafragrautur



















Skarphéðinn tekur nokkur Eurovision spor, inspireraður eftir gærkveldið.

Ég sé ekki betur en hann sé bæði með "white mans overbite" og haldi um þumlana þegar hann dansar, einsog þeim sem eru meira "relaxed og loose" finnst alveg glatað.... :-)

Vildi náttúrulega ekki dansa til að taka smá vídeó af því (þessi drengur gerir ekki neitt eftir pöntun!), tvö dansspor náðust þó á myndband.... :-)





















Fær sér svo hafragraut.......


















á milli þess sem hann tekur lagið....

Monday, May 07, 2007

Afmælisveisla




































































Skarphéðinn og mamma fóru í þriggja ára afmæli til Neu vinkonu okkar í gær. Hún er í mömmuhópnum okkar héðan í hverfinu og allar mömmurnar og börnin mættu. Við erum búin að þekkjast síðan gríslingarnir fæddust, vorum ótrúlega heppin að kynnast þessum skemmtilega hóp.

Veðrið var yndislegt, garðurinn fullur af skemmtilegu dóti, boðið uppá pylsur, tertu, djús og bjór (!). Who could asko for more....?

Friday, May 04, 2007

Snillíngar

Börnin mín eru ekki bara gullfalleg, heldur best í flestu öðru líka (svo eru þau hógvær líka einsog mamma sín).

Framlag Hrefnu var eitt af 17 framlögum sem komast áfram af 250 innsendum..... !! Í hönnunarkeppninni um að hanna plakat til að vekja athygli á jarðsprengjum í Bosníu, og safna peningum til að fjarlægja þær. Verkefnið heitir "Röj en mina", eða "Fjarlægðu jarðsprengju".
Úrslitin má sjá hér.

Framlögin 17 verða sýnd í Kulturhuset í maí, og úrslitin tilkynnt þar við "hátíðlega athöfn" 24. maí.

Vinsamlega hafið mig afsakaða, en ég þarf að fara niðrí Kulturhus til að skoða sýningu sem dóttir mín tekur þátt í.......

:-)

En já framlagið, má sjá hér. Og það þarfnast útskýringa við, því það er ekki hægt að lesa "smáa letrið" á því. En yfirskriftin er: "Það er ekki bara ein ástæða fyrir því að jarðsprengjur ætti að banna". Á plakatinu eru síðan trilljón orð yfir allar ástæðurnar, og þau sem eru rauðlituð mynda hina augljósu ástæðu: manneskju sem misst hefur fótlegg, með hækjur. Eitt og eitt orð er líka rauðlitað til að leggja áherslu á það.

Pretty in pink...



Wednesday, May 02, 2007

Skarpi syngur Gamli Nói...





















Má heyra það hér....